Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Að efla kennsluþróun og starfssamfélag kennara með gagnreyndum aðferðum byggðum á þarfagreiningu

Ásta Bryndís Schram and Abigail Grover Snook

Inngangur. Kennsluþróun háskólakennara dýpkar og eykur gæði náms. Sérfræðingar leggja til að framboð á kennsluþróunartækifærum byggist á greiningu á þörfum kennara, áhugahvöt, gildi og samsömun (e.identity), þar sem þessi þættir tengjast afstöðu þeirra til kennsluþróunar. Kennslumiðstöð HÍ og kennsluþróunarstjórar bjóða upp á vinnustofur og viðburði til kennsluþróunar. Gerð var greining meðal kennara HÍ til að geta betur mætt þörfum þeirra. Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið í gegnum Samstarfssjóð háskólanna.
Aðferð. Spurningakönnun var send út vorið 2023. Af 2087 kennurum svöruðu 555. Spurt var um kennsluaðferðir, þörf fyrir kennsluþróun, og heppilegasta formið. Staðlaðir kvarðar voru notaðir til að mæla áhugahvöt, og samsömun. Auk aðferða fyrir lýsandi tölfræði voru gerð chi square próf og ANOVA með Tukey’s.
Niðurstöður. Niðurstöðurnar sýndu að kennarar söknuðu meiri fræðslu áður en þeir hófu kennslu, höfðu mikinn áhuga á að bæta kennslu sína en lítinn tíma. Kennarar tóku þátt í kennsluþróunaratburðum tvisvar til þrisvar á árinu og fundust gagnlegir. Fyrirlestrar og umræður voru algengustu kennsluaðferðirnar. Kennarar upplifðu nokkuð góð tengsl við samkennara og fannst þeir geta ráðgast við þá. Samsömun (e. identity) og áhugahvöt var sterk en kennurum mættu skipulagslegar áskoranir sem hömluðu kennsluþróun. Nokkur tölfræðilegur munur var á milli sviða háskólans sem og milli stundakennara og fastra kennara. Niðurstöður HVS sem eru svipaðar og í fyrri rannsókn (2017) verða skoðaðar sérstaklega en 42% þátttakenda var þaðan.
Ályktun. Á grundvelli þessara niðurstaðna verður aðgerðaáætlun mótuð með viðeigandi úrræðum, m.a. netnámskeiðum sem standa munu háskólakennurum til boða. Þessar hugmyndir verða ræddar ásamt áskorunum sem kennarar nefndu.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.