Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Stöðugleiki fylgjupróteins 13 (PP13) og hugsanleg notkun þess við meðhöndlun á meðgöngueitrun

Aðalhöfundur: Helga Helgadóttir
Vinnustaður eða stofnun: Lyfjafræðideild, Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Jóhanna Gunnarsdóttir, Háskóli Íslands og Landspítali. Sveinbjörn Gizurarson, Lyfjafræðideild, Háskóli Íslands.

Inngangur: Meðgöngueitrun er alvarlegur sjúkdómur sem einskorðast við meðgöngu og hér á landi greinast um 3,5% barnshafandi kvenna árlega. Rannsóknir hafa sýnt að styrkur sértæks fylgjupróteins 13 (PP13) er of lágur í upphafi meðgöngu hjá þeim konum sem síðar á meðgöngunni þróa með sér meðgöngueitrun. Rannsóknir hafa sýnt að PP13 stjórnar ýmsum breytingum sem eiga sér stað á meðgöngunni, m.a. hefur það æðavíkkandi áhrif á legslagæðar og legbláæðar í rottum og koma áhrifin fram samstundis og vara í langan tíma. Frekari rannsóknir í rottum hafa einnig sýnt fram á að PP13 eykur blóðflæði til fylgjunnar og hefur það bein áhrif á stærð hvolpa. Þá hafa rannsóknir enn fremur sýnt að PP13 hefur jákvæð áhrif á æðanýmyndum, sem er mikilvægur þáttur í eðlilegri meðgöngu. Auk beinna áhrif þá hefur PP13 líka altæk áhrif  í líkamanum með því að lækka blóðþrýsting, stuðla að endurnýjun líffæra og hefur ónæmisbælandi áhrif og tekur þannig þátt í að tryggja að ónæmiskerfi móður hafni ekki barninu.

Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni var stöðugleiki PP13 kannaður við nokkur hitastig m.t.t. geymsluþols og niðurstaðna rannsókna þar sem PP13 var komið fyrir í osmótískum pumpum í rottum.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna að eftir 1 dag í pumpunum við 37°C má áætla að um 30-40% af PP13 hafi þegar brotnað niður. Greina má blóðþrýstinglækkun og æðanýmyndunn af völdum PP13 og er áhrifa að gæta áfram eftir að próteinið hefur brotnað niður í pumpunni.

Ályktanir: PP13 hefur langtíma áhrif á blóðþrýsting og æðanýmyndun á meðgöngu hjá rottum.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.