Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Áhrif 6 vikna þverfaglegar endurhæfingar á þol og líkamlega færni einstaklinga með langvinn COVID-19 einkenni

Marta Guðjónsdóttir, Einar Már Óskarsson, Sólrún Jónsdóttir, Karl Kristjánsson and Arna E Karlsdóttir

Inngangur
COVID-19 heimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og hefur enn áhrif á samfélagið í dag. Í flestum tilvikum jafna einstaklingar sig að fullu, en í 7-8% tilvika þróast langvinn COVID-19 einkenni. Algengustu klínísku einkennin eru þreyta, hósti, mæði og óþægindi fyrir brjósti. Þessi einkenni geta haft neikvæð áhrif á lífsgæði, þol og líkamlega færni.
Markmið
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif 6 vikna þverfaglegrar endurhæfingar á þol og líkamlega virkni sjúklinga með langvinn COVID-19 einkenni og sjá hvernig áhrifin endast.
Aðferðir
115 sjúklingar (72 konur) frá tveimur mismunandi tímabilum (framskyggnt og afturskyggnt) fengu 6 vikna þverfaglega endurhæfingu. Sjúklingarnir fóru í mælingar fyrir og eftir endurhæfingu og hluti hópsins fór einnig í mælingar 6 mánuðum eftir að endurhæfingu lauk. Til að mæla þol og líkamlega færni voru eftirfarandi útkomumælingar notaðar: Blásturspróf, hámarks áreynslupróf, 6 mínútna göngupróf og standa upp og setjast á 1 mínútu.
Niðurstöður
Meðalaldur þátttakenda var 54,2 ± 12 ár. Þol (wött á hjóli) og líkamleg færni (göngugeta og standa upp, setjast) taldist innan eðlilegra viðmiðunarmarka við upphaf endurhæfingarinnar þrátt fyrir mikil einkenni og batnaði bæði klínískt og tölfræðilega marktækt við endurhæfingu. Hélst sá árangur í mælingum í sex mánaða eftirfylgd.
Túlkun
Sex vikna þverfagleg endurhæfing í þessari rannsókn var örugg og hafði jákvæð áhrif á þol og líkamlega færni sjúklinga með langvinn COVID-19 einkenni og ávinningurinn varðveittist í að minnsta kosti 6 mánuði. Mikil einkenni þrátt fyrir eðlileg gildi líkamlegra mælinga í upphafi meðferðar sýnir flækjustig sjúkdómsins.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.