Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Þróun líkans til að meta áhrif þreytu á áhættuþætti hlaupameiðsla meðal skemmtiskokkara

Aðalhöfundur: Þórarinn Sveinsson
Vinnustaður eða stofnun: Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Davíð Örn Aðalsteinsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Inga Arna Aradóttir, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Jón Gunnar Björnsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Kristinn Ólafsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Leifur Auðunsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Orri Gunnarsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Sæmundur Ólafsson, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands. Unnur Þórisdóttir, Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands.

Inngangur: Margir stunda hlaup sér til heilsuræktar og skemmtunar. Tíðni álagsmeiðsla er þó há, sérstaklega meðal þeirra sem eru nýbyrjaðir að stunda hlaup reglulega. Markmiðið var að þróa líkan til að meta áhrifa þreytu í hlaupum á áhættuþætti álagsmeiðsla.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjálfboðaliðar sem stunda hlaup reglulega. Þeir mættu tvisvar í mælingar. Í fyrra skiptið tóku þeir staðlað hlaupapróf sem metur loftfirrðar þröskuld. Viku seinna hlupu þeir á stöðluðum hraða, 0,2 m/s yfir sínum loftfirrðar þröskuldi, eins lengi og þeir gátu. Á meðan á hlaupi stóð var hreyfifræðilegum gögnum og vöðvarafriti safnað.

Niðurstöður: Þátttakendur (n=31) höfðu stundað hlaup í 1 til 16 ár (meðaltal(M):4,6 ár; staðalfrávik(SF):3,5 ár). Var þeim skipt upp í reynda hlaupara (>4 ára ástundun) og óreynda (hinir). Meðalaldur þátttakanda var 32,1 ár (SF:8,0 ár) og hlutfall kvenna var 55%. Allir hlaupararnir örmögnuðust (á BORG-skala 19-19,5) eftir 10-21 mín hlaup. Skreftími (í byrjun M:680 ms; SF:46 ms) jókst með aukinni þreytu hjá öllum hópum (p<0.001; víxlhrif:p<0,001). Minnst hjá reyndum körlum (um 2,3 ms; 95%öryggismörk(ÖM):0,8-3,8 ms), en um 12-13 ms hjá óreyndum körlum og báðum hópum kvenna. Stöðutími (M:248 ms, SF:28 ms) jókst einnig marktækt hjá öllum hópum (p<0,001;víxlhrif:p<0,001); mest hjá óreyndum körlum (um M:12,6 ms; ÖM:11,8-13,5 ms) en minnst hjá reyndum körlum (M:4,1 ms; ÖM:3,1-5,1 ms). Bæði reyndar (M:8,8 ms; ÖM:8,0-9,7 ms) og óreyndar (M:4,7 ms; ÖM:3,9-5,6 ms) konur voru þar á milli.

Ályktanir: Líkanið framkallar þreytu hjá hlaupurum og getur nýst vel til að meta áhættuþætti meðal hlaupara þegar þeir þreytast.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.