Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Réttmæti summuskors á GAD-7: Mokken greining

Aðalhöfundur: Sigurbjörg Björnsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands

Inngangur: Summuskor á GAD-7 eru notuð til þess að skima fyrir almennri kvíðaröskun og meta alvarleika hennar, bæði í rannsóknum og klínísku starfi. Slík notkun krefst þess að summuskorið sé réttmæt stærð til að byggja á þegar draga á ályktanir um hópa og einstaklinga – skorið þarf að endurspegla styrk almenns kvíða með áreiðanlegum hætti og hafa skýra merkingu ef nota á það til skimunar. Möguleg réttlæting fyrir notkun summuskors er að atriði raðist í stigveldi.

Aðferð: Sá eiginleiki summuskors á GAD-7 var kannaður með Mokken greiningu í heilsugæsluúrtaki 226 einstaklinga. Greiningin samanstóð af prófunum á tveimur líkönum þar sem atriði raðast í stigveldi (einfaldara líkan) með hætti sem heldur óháð styrk kvíða (flóknara líkan).

Niðurstöður: Atriði GAD-7 mynda stigveldi (H = 0.55) og aðgreining þeirra er almennt góð (0.43 < Hi < 0.62). Röðun atriða kann hinsvegar að vera breytileg eftir styrk kvíða (HT = 0.32).

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að summuskor á GAD-7 megi nota til þess að raða hópum með nokkurri nákvæmni (einfaldara Mokken líkan) en að það henti síður til þess að raða eða draga ályktanir um einstaklinga (flóknara Mokken líkan). Þetta þýðir í praxís að mat á og skimun fyrir almennri kvíðaröskun hjá einstaklingum með summuskori á GAD-7 er vafasöm.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.