Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

ÞVERSNIÐSRANNSÓKN Á MATI OG VIÐHORFUM ÍSLENSKRA UNGLINGA Í FRAMHALDSSKÓLUM Á KENNSLU UM KYNHEILBRIGÐI

Höfundar:
Helga Sigfúsdóttir, Sóley S. Bender

Inngangur: Hérlendis vantar upplýsingar um hvernig kennslu um kynheilbrigði er háttað en ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á þörf meðal unglinga fyrir bætta kynfræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að skoða hvernig staðið er að framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum að mati unglinga með samanburði milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, og hins vegar að skoða viðhorf unglinga til gæða þeirrar kynfræðslu sem þeir hafa fengið út frá kennsluháttum, fræðsluþörfum og kynferðislegri sjálfsvirðingu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn. Valdir voru ellefu framhaldsskólar víðsvegar á landinu með tilgangsúrtaksaðferð. 648 þátttakendur, 18 ára og eldri, svöruðu rafrænni könnun. Tilgátur voru prófaðar með Pearson kí-kvaðrat prófi og t-prófi. Marktektarmörk miðuðust við p0,05.
Niðurstöður: Ein af þremur tilgátum um búsetumun stóðst, fjölbreytni kennsluaðferða var marktækt meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni (p0,001). Hvorki var marktækur búsetumunur á reglubundinni kennslu (p=0,259) né flestum efnisþáttum. Tvær af þremur tilgátum um viðhorf unglinga til gæða stóðust. Marktækur munur var á viðhorfum nemenda sem töldu sig hafa fengið góða kynfræðslu samanborið við þá sem töldu hana síður góða eftir fjölbreytni kennsluaðferða (p0,001), hæfni kennsluaðila (p0,001) og hvort kennsla hafi komið til móts við fræðsluþarfir þeirra (p0,001). Tilgáta um kynferðislega sjálfsvirðingu var studd að hluta til.
Ályktanir: Kennsla um kynheilbrigði virðist kennd með svipuðum hætti á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en er þó hvorki kennd með skipulögðum hætti né samfellt yfir skólagönguna. Kennsluaðferðir og efnisþættir þurfa að vera fjölbreyttari. Góð kynfræðsla að mati nemenda felst í því hvernig að henni er staðið og hversu vel hún mætir fræðsluþörfum þeirra.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.