Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Sýndarveruleiki sem kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum

Þorsteinn Jónsson, María Sigurðardóttir and Sigrún Stefánsdóttir

Inngangur
Sýndarveruleiki er vaxandi kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum. Þörf er á að rannsaka notagildi og ávinning sýndarveruleika í kennslu. Liður í því er að kynna sýndarveruleika fyrir leiðtogum og nemendum. Megin tilgangur var að lofa þátttakendum að prófa sýndarveruleika, til að kanna möguleika sýndarveruleika sem kennsluaðferðar í heilbrigðisvísindum.

Aðferð
Um hentugleika úrtak var að ræða, og var leiðtogum á heilbrigðisvísindasviði, bráðamóttöku og gjörgæsludeildum Landspítala boðin þátttaka. Farið var stuttlega yfir lykil þætti sýndarveruleika. Þvínæst prófuðu þátttakendur að sinna sjúklingi frá hugbúnaðarfyrirtækinu SimX og með sýndarveruleikagleraugu frá MetaQuest. Í lokin voru þátttakendur beðnir um að svara spurningum um reynslu og upplifun af sýndarveruleika.

Niðurstöður
Alls mættu 34 þátttakendur til að prófa sýndarveruleika. Um 35% þátttakenda höfðu áður prófað sýndarveruleika (n=12). Prófun fór fram í tveimur kennslurýmum í hermisetri í Eirbergi. Við prófanir kom í ljós að kennsluaðferðin þarf töluvert rými. Um 91% voru mjög sammála/sammála því að hafa liðið líkamlega vel við að prófa kennsluaðferðina (n=31). 97% voru mjög sammála/sammála telja sýndarveruleika góða kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum (n=33). Þá voru 94% mjög sammála/sammála að telja sýndarveruleika góða leið til að læra (n=32). Þá voru allir mjög sammála/sammála því að telja sýndarveruleika verða stóran þátt í kennslu í heilbrigðisvísindum á komandi árum (n=34).

Ályktanir
Mikil ánægja var meðal þátttakenda með að prófa sýndarveruleika. Þátttakendur þurfa að læra á sýndarveruleika, umhverfi og möguleika kennsluaðferðarinnar. Því er mikilvægt að kynna eiginleika sýndarveruleika sem kennsluaðferð fyrir kennurum. Sýndarveruleiki er áhugaverð nýstárleg kennsluaðferð sem býður uppá margþætta möguleika, sem vert er að skoða betur fyrir heilbrigðisvísindakennslu.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.