Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Skólahjúkrunarfræðingar og heilsuvernd grunnskólabarna í heimsfaraldri

Höfundar:
Eva Jörgensen

Inngangur
Heilsuvernd í skólum er einn liður í Heimsmarkmiðunum til að auka og jafna aðgengi að heilsugæslu í nærumhverfi barna og unglinga. Þar starfar kólahjúkrunarfræðingur samkvæmt dagskrá landlæknis varðandi framkvæmd á skimunum, bólusetningum og fræðslu þar sem nemendur öðlast jafnframt færni í heilsueflingu og heilsulæsi. Í COVID-19 heimsfaraldrinum var ein aðgerð stjórnvalda að flytja skólahjúkrunarfræðinga til í starfi sem leiddi til mikillar fjarveru þeirra í skólum sem þó var annars reynt að halda opnum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif röskunar á störfum skólahjúkrunarfræðinga og framkvæmdar heilsuverndar meðan á COVID-19 stóð.

Aðferð
Rannsóknin var eigindleg og byggði á hálfopnum viðtölum við tíu skólahjúkrunarfræðinga víðsvegar á landinu á bilinu nóvember 2020 til september 2022. Viðtölin voru greind með þemagreiningu Braun og Clarke (2022) og notast var við hugbúnaðinn Atlas ti 9.

Niðurstöður
Hjúkrunarfræðingarnir lýstu almennt erfiðleikum við að finna jafnvægi á milli þátttöku þeirra í neyðarsvörun stjórnvalda og skyldurækni gagnvart þeim verkefnum sem þeim var skylt að framkvæma samkvæmt leiðbeiningum landlæknis. Þetta leiddi til síðbúinna inngripa hjá nemendum, sérstaklega í málefnum er varða andlega og líkamlega heilsu skólabarna, sem og barnaverndarmál. Viðfagnsefnin voru alvarlegri en ella í faraldrinum. Auknir biðlistar í önnur úrræði innan félags- og heilbrigðiskerfisins settu aukinn þrýsting á heilsuverndarstarfsemi innan skólanna þar sem þau börn og unglingar sen þurftu frekari aðstoð komust ekki í þau úrræði sem þau þurftu á að halda.

Ályktanir
Skólum var haldið opnum í COVID-19 heimsfaraldrinum en þó mátti finna annarskonar áhrif sem urðu á heilbrigðis- og stuðningkerfi innan skólanna fyrir börn og unglinga.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.