Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Samanburður á framkvæmd tölvusneiðrannsókna eftir fjöláverka hjá tveimur sjúkrastofnunum: Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri

Axel Bragi Bjarnason, Jónína Guðjónsdóttir and Hugrún Pála Birnisdóttir

Inngangur: Tölvusneiðrannsóknir eru taldar kjör rannsóknir til að meta alvarleika áverka eftir háorkuslys. Hefðbundinn fjöláverka tölvusneiðrannsókn samanstendur af myndatökum af höfði og hálshrygg án skuggaefnis og brjóst- og kviðarholi með skuggaefni. Útfærslur á þessum myndatökum geta verið ólíkar á milli stofnana með tilliti til fjölda skanna, skannlengda, skuggaefnismagns og fleira.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að gera samanburð á fjöláverka-prótókollum sem eru í notkun á Landspítalanum (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Þeir þættir sem voru til samanburðar voru geislaskammtar, skannlengd, skuggaefnismagn og HU-gildi í ósæð og portæð.
Efni og aðferðir: Gögnum um sneiðgeislun (CTDIvol), lengdargeislun (DLP), skannlengd í höfuð, háls og búkhluta, og HU-gildi í ósæð og portæð úr 50 fjöláverka rannsóknum, frá hvorum stað fyrir sig var safnað með afturvirkum hætti úr Carestream Client. F-próf og t-próf voru framkvæmd til að athuga hvort marktækur munur væri á samanburðarþáttum.
Niðurstöður: T-próf (p<0,001) sýndi fram á marktækan mun á skannlengd milli stofnananna. Marktækur munur (p<0,001) var á meðaltals CTDIvol í öllum tilvikum og á meðaltals DLP í öllum tilvikum nema nema á DLP af brjóst- og kviðarholi (p<0,05). Einnig var marktækur munur (p<0,05) á HU-gildi í ós- og portæð. Umræður og ályktun: Munur á sneiðgeislun var ekki alltaf í sömu átt sem bendir til þess að hægt væri að minnka geislaskammta á báðum stöðum. Heildarlengdargeislun er hærri á LSH vegna lengri skanna en munurinn er minni en ætla mætti vegna þess að sneiðgeislun er í fleiri tilvikum hærri á SAk. Tvískipt skuggaefnisgjöf gefur möguleika á að lækka geislaskammta vegna styttri skanna.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.