Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Ofbeldi og áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma meðal ungra Svía

Rebekka Lynch, Thor Aspelund, Fang Fang, Jacob Bergstedt, Arna Hauksdóttir, Filip K. Arnberg, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Nancy L. Pedersen and Unnur Valdimarsdóttir

Ýmiskonar áföll hafa verið tengd aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Ofbeldi er algengt áfall en áhrif þess á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hefur aðallega verið rannsakað hjá konum.

Að kanna sambandið á milli sögu um ofbeldi og áhættuþátta fyrir hjarta-og æðasjúkdóma og bólguþáttarins C-Reactive prótín

LifeGene er sænsk langtímarannsókn sem notaði slembiúrtak til að bjóða einstaklingum á aldrinum 18-45 þátttöku á árunum 2011-2016, með 20% þátttökuhlutfall. 26,182 einstaklingar svöruðu netkönnun um félagslega stöðu, sögu um ofbeldi og heilsufar og mættu á rannsóknarstöð þar sem líkamsþyngdarstuðull, blóðþrýstingur og blóðprufur til að mæla langtímasykur, bólguþáttinn C-Reactive prótín, ApoB/ApoA1 hlutfall og heildarkólesteról voru teknar. Lífssaga um ofbeldi var mæld með Life Stressor Checklist-Revised, sem inniheldur sjö spurningar. Við notuðum Poisson aðhvarfsgreiningu til að reikna algengishlutfall (AH) og línulega aðhvarfsgreiningu (B) með öryggisbilum (ÖB) fyrir samfelldar útkomur til að skoða sambandið á milli ofbeldis og áhættuþátta fyrir hjarta-og æðasjúkdóma eftir leiðréttingu fyrir aldri, menntun og hjúskaparstöðu.

23% kvenna og 15% karla höfðu orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi voru líklegri til að reykja (AH 1.87, ÖB: 1.67 – 2.08), að hafa verið greindir með háþrýsting (AH 1.32 ÖB: 1.16, 1.50) og að vera með hærri líkamsþyngdarstuðul (B 0.36 ÖB: 0.25 – 0.48) og bólguþættinum C-Reactive prótín (B 0.09 ÖB: 0.03 – 0.14) en ekki var munur á langtímasykri, apoB/ApoA1 hlutfalli eða heildarkólesteróli. Kynjamunur var óverulegur.

Í hraustu, ungu þýði sænskra einstaklinga er aukning á áhættuþáttum fyrir hjarta-og æðasjúkdóma meðal einstaklinga sem hafa orðið fyrir obeldi, óháð kyni.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.