Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Lyfjatengt óráð hjá sjúklingum með eða án heilabilunar: Kerfisbundin yfirferð

Freyja Jónsdóttir, Guðný Björk Proppé, Rut Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson and Anita Weidmann

Inngangur: Óráð er klínískt ástand sem einkennist af bráðum ruglingi við margvísilegar orsakir og getur það haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Heilabilun er hnignun á vitrænni starfsemi. Lyf eru talin geta orsakað þróun óráðs.
Markmið: Markmið yfirferðarinnar var að meta hvaða lyf geta framkallað eða ýtt undir óráð og meðferðarúrræði.
Aðferðir: Aðferðarlýsing fyrir þessa kerfisbundnu yfirferð var þróuð samkvæmt PRISMA-P staðhæfingu og skráð hjá PROSPERO [ID: CRC42022366025, CRD42022366020]. Framkvæmd var kerfisbundin leit í 13 gagnagrunnum og 96 vefsíðum tauga- eða læknastofnanna með fyrir fram ákveðnum inntöku- og útilokunarskilyrðum. Gæðamat rannsóknanna var framkvæmt með því að nota AGREE II sniðmat. Gögnin voru sett fram í frásögn, töflum og myndum.
Niðurstöður: Alls voru 109 rannsóknir og 38 leiðbeiningar sem uppfylltu inntökuskilyrðin og voru notaðar í kerfisbundna yfirferð. Niðurstöður sýndu að ópíóíðar, benzódíazepín og geðrofslyf voru þeir lyfjaflokkar með hæstu fylgni við óráð. Að auki voru 28 aðrir lyfjaflokkar auðkenndir sem auka hættu á að valda óráði. Samsettar lyfjameðferðir voru einnig tengdar við aukna hættu á óráði. Umtalsvert magn gagna var til um lyf sem gætu aukið áhættu á óráði hjá einstaklingum með heilabilun. Aminophylline, berkjuvíkkandi innöndunarlyf, kólínesterasahemlar og memantín voru meðal lyfja sem tengdust óráði af völdum lyfja hjá einstaklingum með heilabilun.

Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrikar mikilvægi þess að huga að hættu á óráði af völdum lyfja hjá eldri einstaklingum, sérstaklega þeim sem eru með heilabilun eða aðra áhættuþætti. Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að ópíóíðar, geðrofslyf og benzódíazepín eru algengustu lyfin sem tengjast óráði.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.