Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Íslenska heilabilunarskráin: staða innleiðingar og faraldsfræði heilabilunarsjúkdóma

Ísak Örn Ívarsson, Hrafnhildur Eymundsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir, Jón Snædal and Anna Björg Jónsdóttir

Markmið: Heilabilun er lýsing á sjúkdómsheilkenni sem felur í sér umfangsmikla vitræna skerðingu sem hefur áhrif á daglegt líf einstaklings. Nokkrir sjúkdómar geta valdið heilabilun, af þeim er Alzheimers sjúkdómur algengastur og veldur milli 60 til 80% tilfella. Áhætta á heilabilun eykst með hækkandi aldri og þá er mikilli aukningu tilfella heilabilunnar spáð samfara fjölgun eldra fólks á næstu áratugum. Fjölgun tilfella mun fylgja aukið álag á heilbrigðiskerfið og mikill samfélagslegur kostnaður. Á þessari stundu er faraldsfræði algengra sjúkdóma sem valda heilabilun ekki þekkt á Íslandi. Aðferð: Rannsóknarþýði íslensku heilabilunarskránnar (n=503) samanstendur af 283 (56%) konum og 220 (44%) körlum, sem hafa hlotið greininguna heilabilun eða væga vitræna skerðingu (e. mild cognitive impairment, MCI) á árunum 2021-2023. Notast var við lýðtölfræði til þess að greina fjölda einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun og MCI, fjölda rannsókna við greiningu, tíðni/tegund lyfjameðferðar og annarra úrræða. Niðurstöður: Af þessum 508 einstaklingum hafa 308 (57%) hlotið greiningunaAlzheimer sjúkdómur, 101 (19%) með MCI, og 94 (14%) greindir með heilabilun af öðrum orsökum. Í heildina hafa 373 (74%) þeirra sem greinast með heilabilun eða MCI farið í segulómun af heila, en tæplega helmingur, 251 (50%), farið í taugasálfræðilegt mat. Þá fá um 348 (69%) þeirra sem greinast með heilabilun lyf við heilabilun af öllum orsökum og 85-89% þeirra sem greinast með Alzheimer sjúkdóm. Samantekt: Mikilvægt er að fá lýðtölulegar upplýsingar um stöðu heilabilunar á Íslandi fyrir upplýsta ákvaraðanatöku, sérstaklega með
væntanlega komu nýrra líftæknilyfja.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.