Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Hvaða þættir tengjast því hvort konur séu með barn sitt eingöngu á brjósti mánuði eftir fæðingu? Þversniðsrannsókn meðal kvenna á Íslandi

Ágústa Gísladóttir og Emma Marie Swift

Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með að börn séu eingöngu á brjósti til brjósti til sex mánaða aldurs. Tíðni brjóstagjafar á fyrsta hálfa árinu hefur hingað til ekki verið vel lýst á Íslandi. Markmið okkar var að lýsa brjóstagjöf meðal kvenna á Íslandi og skoða hvaða þættir tengjast því hvort konur séu með barn sitt á brjósti mánuði eftir fæðingu eða ekki.
Aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar var 1272 konur sem eignuðust barn á tímabilinu 2015−2021. Gögnin voru fengin með spurningalistakönnun í þversniðsrannsókn. Útkomubreytan var brjóstagjöf mánuði eftir fæðingu og aðrar breytur voru bakgrunns og fæðingartengdar breytur. Kí-kvaðrat próf var notað til að athuga hvort marktæk tengsl væru á milli breyta.
Niðurstöður: Um 70% kvenna voru með barn sitt eingöngu á brjósti mánuði eftir fæðingu. Íslenskar fjölbyrjur, búsettar á höfuðborgarsvæðinu, með hærra menntunarstig og hærri meðaltekjur voru líklegri til að vera með barnið sitt eingöngu á brjósti. Konur í sjálfkrafa sótt, sem fæddu um leggöng án þess að nýta mænurótardeyfingu voru einnig líklegri til að vera með barn sitt eingöngu á brjósti mánuði eftir fæðingu.
Ályktun: Niðurstöður okkar sýna að flestar konur eru með barn sitt eingöngu á brjósti um mánuði eftir fæðingu. Niðurstöður okkar gefa einnig til kynna að tengsl virðast vera milli bakgrunns- og fæðingartengdra þátta kvenna og þess hvort þær séu eingöngu með barn sitt á brjósti. Rannsóknin gefur tilefni til að skoða þessa þætti betur með það að leiðarljósi að styðja betur við brjóstagjöf kvenna.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.