Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Hrumleiki og skurð útkomur aldraðra aðgerðarsjúklinga: Framsýn forrannsókn

Höfundar:
Luis Gísli Rabelo, Martin Ingi Sigurðsson, Anna Björnsdóttir, Anna Björg Jónsdóttir, Sveinn Geir Einarsson, Sigurbergur Kárason

Inngangur:
•Hrumleiki er öldrunarheilkenni sem einkennist af hnignun í starfsemi margra líffærakerfa. Hann er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir skaðlegar skurð útkomur og er mögulega meðhöndlanlegur.
•Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi hrumra sjúklinga í íslensku skurð þýði út frá þremur mismunandi skimprófum og meta tengsl skimprófana við skaðlegar útkomur eftir aðgerð.

Efniviður og aðferðir:
•Þátttakendur ≥ 65 ára sem undirgengust valkvæða skurðaðgerð voru metnir fyrir skurðaðgerð á Landspítalanum árið 2021 og þeim fylgt eftir. Upplýsingar um útkomur eftir aðgerð voru fengnar úr sjúkraskrám.
•Til að meta hrumleika fyrir aðgerð var notast við PRISMA-7 spurningalistann, “Upp og gakk” á tíma (e.Timed “Up and Go” – TUG) gönguprófið og klukkuprófið.

Niðurstöður:
•Af 99 sjúklingum voru 41% hrumir samkvæmt PRISMA-7, 37% samkvæmt TUG og 43% samkvæmt klukkuprófinu.
•Í þeim hópum sem skimuðust hrumir var hærri tíðni skaðlegra skurð útkoma samanborið við hópa sem skimuðust ekki hrumir en það var þó einungis marktækt fyrir óráð og fylgikvilla.
•Tíðni óráðs eftir aðgerð var hærri hjá þeim skimuðust hrumir samkvæmt TUG(ÁH:6,0; ÖB:1,3-27) og klukkuprófinu(ÁH:9,3; ÖB:1,2-73) samanborið við þá sem skimuðust ekki hrumir, og þar að auki tengdist samsetning þessara tveggja skimprófa hærri tíðni fylgikvilla(ÁH:1,7; ÖB:1,1-2,7).

Ályktun:
•Áhætta á hrumleika er algeng (um 40%) hjá öldruðum skurðsjúklingum sem undirgangast valkvæðar skurðaðgerðir.
•PRISMA-7 spurningalistinn, TUG gönguprófið og klukkuprófið eru hentug hrumleika skimpróf sem hafa möguleika að meta sjúklinga í aukinni áhættu á skaðlegum skurð útkomum.
•Með því að rannsaka frekar samsetningu þessara skimprófa gæti verið hægt að bera kennsl á sjúklinga sem myndu hafa mest gagn af forhæfingu.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.