Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Höfuðverkar á Íslandi 2010 – 2011

Höfundar:
Karl Gunnarsson, Þórdís Þorsteinsdóttir, Hjalti Björnsson, Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, Marianne Klinke

Inngangur: Höfuðáverkar eru ein af algengustu orsökum fötlunar og dauða í heiminum og hafa víðtæk samfélagsleg áhrif. Niðurstöður rannsóknar frá 2014 sýndi meðal annars að árlegar komur á bráðamóttöku Landspítala, vegna höfuðáverka, voru 4.380. Markmið rannsóknarinnar var að kanna, með stærra úrtaki en áður hefur verið notað, hvort breytingar hafi orðið á lýðfræði, orsökum og afleiðingum höfuðáverka síðustu ára miðað við fyrri ár.

Efniviður og aðferðir: Afturvirk lýsandi rannsókn á öllum einstaklingum á öllum aldri sem komu á bráðamóttöku Landspítala árin 2010-2021 vegna höfuðáverka skilgreindum samkvæmt ICD-10. Lýsandi tölfræðigreining var gerð á einstaklingum með allar höfuðáverkagreiningar, óháð lögheimili.

Niðurstöður: Alls komu 54.150 á bráðamóttöku á tímabilinu, en árlegum komum fækkaði frá 6.667 til 4.675. Slys voru algengasta ástæða komu (85,6%). Flestar voru komur hjá aldurshópnum 0-17 ára, eða 30.017. Meðalaldur var 28 ár (0-105). Einstaklingar sem komu tvisvar eða oftar vegna höfuðáverka voru 12.811, af þeim voru 5.772 yngri en 18 ára. Karlar komu oftar á bráðamóttöku og voru með fleiri legur vegna höfuðáverka en hlutfall kvenna jókst á tímabilinu. Andlát voru 434, eða um 39 á ári. Algengustu ICD-10 greiningar sýndu mjúkpartaáverka eða 53.337, þar á eftir innankúpuáverka, 12.061. Meðalfjöldi legudaga var 8 dagar (SD = 1,3), eldri einstaklingar lágu lengur en yngri og komum eldri einstaklinga fór fjölgandi á rannsóknatímabilinu.

Ályktanir: Höfuðáverkar reynast áfram alvarlegt lýðheilsuvandamál á Íslandi og huga þyrfti sérstaklega að aukningu meðal aldraðra og barna. Mikilvægt er að rannsaka frekar endurtekna höfuðáverka og afdrif einstaklinga með höfuðáverka til að veita viðeigandi þjónustu á mismunandi þjónustustigum.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.