Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Gestafyrirlestur fyrir vísindafólk

Kynning frá embætti landlæknis á VALO – Norrænu samstarfsverkefni um endurnýtingu heilbrigðisgagna. Verkefnið kallast Value from Nordic Health Data (VALO) og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni. VALO hefur það að markmiði að auðvelda aðgengi að heilbrigðisgögnum milli Norðurlandanna.
Helstu markmið verkefnisins eru:
1. að efla norrænt samstarf og endurnýtingu heilbrigðisgagna í rannsóknum, þróun og nýsköpun.
2. að undirbúa samevrópskt vistkerfi (European Health Data Space (EHDS)) með því að hefja innleiðingu breytinga, umbóta og miðlun á „best practises“.
3. að prófa og sýna fram á skilvirkni í samvinnu þvert á Norðurlöndin við endurnýtingu heilbrigðisgagna.
4. að ná og viðhalda norrænni forystu í endurnýtingu heilbrigðisgagna (secondary use of health data).

Ávinningur verkefnisins fyrir Norðurlöndin
• Norrænt módel fyrir endurnýtingu á heilbrigðisgögnum sem auðveldar vísindarannsóknir og stuðlar að nýsköpun.
• Stofnaður verður vettvangur (EHDS competence forum) þar sem löndin geta skipst á upplýsingum og samræmt undirbúning og innleiðingu á EHDS löggjafarinnar. Þau ráðuneyti, ríkisstofnanir og önnur yfirvöld sem koma að innleiðingunni geta haft áhrif á innleiðingu löggjafarinnar.
• Framkvæmt verður tilraunaverkefni (pilot, federated analysis) þar sem sýnt verður hvernig norrænt samstarf getur virkað, auk þess sem unnið verður að sameiginlegum skilgreiningum sem auðveldar samnýtingu gagna milli landa.

Verkefnið tengist nýrri löggjöf Evrópusambandsins (EHDS European Health Data Space) sem Ísland og önnur Norðurlönd munu væntanlega þurfa að innleiða innan nokkurra ára

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.