Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Félagsleg áföll

Höfundar:
Andri Björnsson

Inngangur: Lengi hefur verið deilt um það hvað felist í áföllum. Í DSM greiningakerfinu eru áföll skilgreind sem atburður sem felur í sér ógn við líf. Þó er margt sem bendir til þess að félagsleg ógn, sem felur í sér niðurlægingu og/eða höfnun, geti vakið áfallastreituviðbrögð.
Aðferð: Áfallasaga kvenna er faraldsfræðileg rannsókn á áhrifum áfalla. Tengsl milli lífsógnar og félagslegrar ógnar við áfallastreituviðbrögð voru könnuð meðal 8992 íslenskra kvenna. Þáttakendur fylltu meðal annars út Posttraumatic Stress Disorder Checklist for DSM-5 (PCL-5). Í undirrannsókn voru kallaðir inn 67 konur sem voru með fá eða engin áfallastreitueinkenni og bornar saman við 50 konur sem voru með líklega ÁSR með the Clinician-Administered PTSD Scale 5 (CAPS-5) viðtalinu.
Niðurstöður: Konur sem upplifðu annaðhvort lífsógn eða félagslega ógn voru þrisvar sinnum líklegri til að greinast með líklega ÁSR en konur sem upplifðu hvoruga ógnina. Þær konur sem upplifðu báðar gerðir af ógn voru sex sinnum líklegri til að vera með líklega ÁSR greiningu miðað við þær konur sem upplifðu hvoruga ógnina. Í undirrannsókninni kom fram að félagsleg ógn var mun líklegri en lífsógn hjá konum í ÁSR hópnum. 18% af konunum í ÁSR hópnum þróuðu með sér bæði ÁSR og félagsfælni í kjölfar félagslegs áfalls.
Ályktun: Áföll geta falið í sér félagslega ógn, og sú gerð af ógn er algengari og líklegri til að leiða til ÁSR einkenna en lífsógn. Félagsleg áföll geta leitt til bæði ÁSR og félagsfælni, og það er mikilvægt að endurskoða kenningar um þessar raskanir og meðferð við þeim.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.