Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Áhrif heilahristings á hreyfistjórn í hálsi hjá íþróttakonum

Höfundar:
Silja Rós Theodórsdóttir, Kristin Briem, Guðný Lilja Oddsdóttir

Inngangur: Heilahristingur er heilaáverki sem orsakast af lífaflfræðilegum kröftum, sem er einnig meiðslamekanismi hálsáverka. Markmið rannsóknarinnar var að mæla stjórn hálshreyfinga íþróttakvenna sem hlotið hafa að minnsta kosti tvo höfuðáverka samanborið við íþróttakonur án slíkrar sögu.
Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru íþróttakonur (n=41) sem var skipt í tvo hópa samkvæmt meiðslasögu. Sextán íþróttakonur höfðu sögu um tvö eða fleiri tilfelli heilahristings en 25 íþróttakonur voru í viðmiðunarhópi. Háls-höfuðhreyfingar voru mældar með Butterfly prófi (NeckSmartTM) þar sem þátttakandi notaði höfuð-/hálshreyfingar til þess að elta punkt sem hreyfðist á tölvuskjá í sjónhæð. Þrjú erfiðleikastig voru metin með því að mæla frávik með „Amplitude Accuracy“ (AA) og „Time-on-Target“ (ToT). Tölfræðiúrvinnsla var gerð með Fjölþátta dreifnigreiningu (ANOVA) fyrir endurteknar mælingar til að meta hvort munur væri á frammistöðu hópanna fyrir erfiðleikastigin þrjú.
Niðurstöður: Heilt yfir fundust marktæk megináhrif fyrir erfiðleika mynstra í báðum hópum fyrir AA og ToT (p<0,001) með minni nákvæmni og minni tíma á takmarki með auknu erfiðleikastigi prófsins. Einnig voru marktæk víxlhrif fyrir hópa og erfiðleikastig prófsins fyrir bæði AA (p=0,005) og ToT (p=0,004) þar sem meiri breyting á frammistöðu varð hjá áverkahópi við aukið erfiðleikastig. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að stjórn hálshreyfinga raskist hjá þeim sem verða fyrir heilahristingi, hugsanlega vegna samfarandi áverka á háls. Meðferðaraðilar ættu að taka tillit til þess í endurhæfingu einstaklinga með heilahristingsáverka. Butterfly prófið getur verið gagnlegt í greiningu einkenna hjá þessum hópi og gefið vísbendingar um þjálfun til að bæta stjórn hálshreyfinga.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.