HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Nýburar og ungbörn

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Þórður Þorkelsson

09:05-09:20: Rétt staðsetning barkarennu hjá nýburum
09:20-09:35: Heilkenni barnabiksásvelgingar (e. meconium aspiration syndrome) á Íslandi árin 1977-2018
09:35-09:50: Öndunarörðugleikar hjá fullburða nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði
09:50-10:05: Fyrirburablóðleysi og blóðgjafir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins árin 2000-2019
10:05-10:20: Brjóstagjöf og mataræði ungbarna á Íslandi
10:20-10:35: Framboð og næringarefnainnihald tilbúinnar ungbarnafæðu á Íslandi

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Brjóstagjöf og mataræði ungbarna á Íslandi

Aðalhöfundur: Birna Þórisdóttir. Notast var við gögn um næringu úr Sögukerfi ung- og smábarnaverndar heilsugæslunnar árin 2009-2015, fengin fyrir „ICE-MCH-Study“. Brjóstagjöf var algeng fyrsta árið. Grautar og ávextir/grænmeti voru algengasta fyrsta fæðan. Niðurstöðurnar samræmast vel öðrum gögnum um næringu íslenskra ungbarna.

LESA ÁGRIP

Framboð og næringarefnainnihald tilbúinnar ungbarnafæðu á Íslandi

Aðalhöfundur: Birna Þórisdóttir. Gagnagrunnur um næringarefnainnihald 250 tegunda tilbúinnar ungbarnafæðu á íslenskum markaði ár 2016 nýtist til útreikninga á mataræði íslenskra ungbarna, gerður fyrir rannsóknina Orkuskipti og vöxtur brjóstabarna: https://heilbrigdisvisindastofnun.hi.is/en/nutrition-body-composition-in-infancy/

LESA ÁGRIP

Fyrirburablóðleysi og blóðgjafir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins árin 2000-2019

Aðalhöfundur: Sóley Isabelle Heenen
Fyrirburar mynda ekki rauð blóðkorn fyrstu vikurnar eftir fæðingu og kallast slíkt blóðleysi fyrirburablóðleysi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi fyrirburablóðleysis sem leiddi til blóðgjafar og breytingar á meðferð við fyrirburablóðleysi meðal 23-32 vikna fyrirbura árin 2000-2019.

LESA ÁGRIP

Heilkenni barnabiksásvelgingar (e. meconium aspiration syndrome) á Íslandi árin 1977-2018

Aðalhöfundur: Edda Lárusdóttir. HBBÁ er lungnasjúkdómur nýbura. Gerð var afturskyggn, lýsandi rannsókn og tilfella-viðmiðarannsókn yfir tímabilið 1977-2018. Nýgengi og dánartíðni lækkuðu undir lok tímabilsins. Tengsl sáust við meðgöngu ≥40 vikur og lækkaðan Apgar. Tengsl sáust við merki um súrefnisþurrð hjá veikustu börnunum.

LESA ÁGRIP

Öndunarörðugleikar hjá fullburða nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði

Aðalhöfundur: Katrín Hrefna Demian. Þekkt er að valkeisaraskurður (VKS) er áhættuþáttur fyrir öndunarörðugleikum hjá fullburða nýburum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort barksteragjöf á meðgöngu minnki nýgengi öndunarörðugleika hjá fullburða börnum sem fæðast með VKS og hvort munur sé á nýgengi og alvarleika öndunarfær

LESA ÁGRIP

Rétt staðsetning barkarennu hjá nýburum

Aðalhöfundur: Arna Ýr Karelsdóttir
Við öndunarvélarmeðferð á nýburum er mikilvægt að endi barkarennu sé rétt staðsettur í barka. Markmið rannsóknarinnar var að útbúa reiknilíkan til að áætla á áreiðanlegan hátt út frá klínískum upplýsingum hvar staðsetja skuli barkarennu hjá nýburum við nös eða vör.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.