Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Lækkandi sjálfsvígstíðni á Norðurlöndum, en…..

Aðalhöfundur: Högni Óskarsson.
Vinnustaður eða stofnun: Humus ehf.

Meðhöfundur, stofnun eða fyrirtæki: Helgi Tómasson. Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Inngangur: Tíðni sjálfsvíga á Norðurlöndum 15 ára+ lækkaði marktækt á árabilinu 1980 til 2009. Þessi rannsókn er framhald þeirrar fyrri, með áherslu á þróun í aldurshópum og milli áratuga.

Aðferðir: Tölur um sjálfsvíg mannfjölda voru fengnar frá hagstofum. Tölfræðileg úrvinnsla í hverjum kyn-og aldursflokki byggir á tímaraðagreiningu þar sem aldur, hvert almanaksár ásamt mannfjölda í áhættu, er óháða breytan. Aldur og árgangsáhrif eru sýnd með „mýkjandi“ (smoothing) aðferð.

Niðurstöður: Sjálfsvígum hefur fækkað áfram, mest þar sem tíðnin var hæst, í Danmörku 35,3. Á síðasta áratugnum eru Danmörk lægst, 12,4, Finnland hæst með 18,2. Lækkun milli áratuga er að mestu stöðug, Heildarlækkun frá fyrsta til síðasta áratugar er frá 64,8%, Danmörk, niður í 23,0 % í Noregi. Lækkun hjá körlum og konum er svipuð, lægst hjá íslenskum körlum. Í öllum aldurshópum karla verður lækkun nema hjá íslenskum körlum 25-44 ára. Í aldursflokki kvenna 15-24ra ára varð hækkun hjá öllum nema Danmörku.

Umræða: Tíðni sjálfsvíga á Norðurlöndum hefur lækkað áfram. Fall tíðnikúrvna er stöðugt. Hafa öll löndin svipaðan endapunt, nema hærri hjá Finnum. Fallhraði er mestur í Danmörk hjá báðum kynjum og aldurshópum. Staða kvenna 15-24ra ára er áhyggjuefni. Hjá þeim hækkar sjálfsvígstíðni hjá öllum að undanskilinni Danmörk. Íslenskir karlmenn 15-44 ára eru, þrátt fyrir lækkun, ásamt Finnum með hæstu tíðnina
Forvarnarverkefni hafa verið rekin í öllum löndunum undanfarna áratugi. Velferðar-og heilbrigðiskerfin eru svipuð. Mikilvægt er að greina hvað í félagslegu umhverfinu skýrir heildarlækkunina, og ekki síður, hvers vegna ekki næst betri árangur þeirra hópa, þar sem tíðni er óásættanlega há.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.