Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Heilsa háskólanema í heimsfaraldri: Er kynjamunur á andlegri líðan, hreyfingu, kyrrsetu og svefngæðum?

Aðalhöfundur: Sunna Gestsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Erlingur Jóhannsson, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands. Gréta Jakobsdóttir, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands. Rúna Stefánsdóttir, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands. Vaka Rögnvaldsdóttir, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands. Þórdís Gísladóttir, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Háskóli Íslands.

Inngangur: Mikil umræða hefur verið um áhrif heimsfaraldursins Covid-19 á heilsu almennings. Háskólanemar eru þar engin undantekning, andleg og líkamleg heilsa þeirra hefur vakið töluverðan ugg. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort kynjamunur væri á andlegri og líkamlegri heilsu háskólanema á tímum heimsfaraldurs.

Efniviður: Í janúar 2021 svöruðu samtals 115 nemendur (63 karlar og 52 konur) á fyrsta ári við Menntavísindasvið Háskóla Íslands spurningalista. Meðalaldur bæði karla og kvenna var 24,1 ár. Andleg líðan var metin með spurningum um einkenni kvíða, þunglyndis, sjálfsálits og líkamsmyndar. Þátttakendur voru jafnframt beðnir um að meta andlega líðan sína, líkamlega heilsu, einmanaleika, streitu, hreyfingu, kyrrsetu og svefngæði samanborið við fyrir heimsfaraldurinn.

Niðurstöður: Karlar höfðu færri einkenni kvíða og þunglyndis en konur og  þeir vorum með meira sjálfstraust (p<0.05), enginn munur var á líkamsímynd kynjanna. Ríflega 50% þátttakenda áleit andlega líðan sína verri en fyrir Covid-19, ekki var kynjamunur á matinu. Um 69% karla og 38% kvenna töldu líkamlega heilsu sína verri en fyrir heimsfaraldurinn, p<0.05. Hærra hlutfall kvenna en karla upplifði meiri einmanaleika (38% á móti 14%) og streitu (68% á móti 48%) en fyrir Covid-19, p<0.05%. Kyrrseta hafði aukist um 71% að mati beggja kynja og 56% kvenna en 76% karla töldu hreyfingu sína minni en fyrir heimsfaraldurinn. Rúmlega 40% karla og kvenna mátu svefngæði sín minni en fyrir heimsfaraldurinn.

Ályktanir: Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á fjölmarga áhættuþætti heilsu meðal háskólanema. Almennt upplifðu háskólanemar hnignun í andlegri og líkamlegri heilsu sinni sem mikilvægt verður að snúa við á komandi árum.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.