Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Opinn fyrirlestur: Nokkuð súr? Áhrif lífsstílsdrykkja á tannheilsu

Inga B. Árnadóttir

Prófessor við Tannlæknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Glerungur tanna er sterkasti vefur líkamans, yfirborð sem endurnýjar sig ekki og getur endurkalkað ef yfirborð þess er ekki rofið. Sjúkdómar sem herja á glerung tanna eru tannáta og glerungseyðing. Orsök tannátu er sykur sem tannsýkla breytir í sýru en glerungseyðing er efnafræðilegt ferli frá súru umhverfi tannarinnar.

Glerungseyðing hefur vaxið meðal ungra einstaklinga á síðustu árum og er orkudrykkjaneysla talin vera ein aðalorsökum þess. Í erindinu verður fjallað um skilgreiningu á sjúkdómnum, faraldsfræði, og mælingar Tannlæknadeildar á orkudrykkjum sem eru á íslenska markaðnum.

Fundarstjóri: Inga Þórsdóttir

Um Ingu B. Árnadóttur

Inga Bergmann Árnadóttir er prófessor við Tannlæknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir Ingu hafa tengst tannheilsu og lífstíl barna og unglinga og hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna.

Inga hlaut Cand. odont. próf í tannlækningum frá Tannlæknaskólann í Árósum í Danmörku árið 1981. Hún nam samfélagstannlækingar við Nordiska Hälsovårdshögskolan í Gautaborg árið 1983. Inga hlaut meistarapróf í lýðheilsu M.P.H í stefnumörkum og stjórnun í heilsuvernd með áherslu á tannvernd við University of North Carolina árið 1995. Hún hlaut doktorspróf við Háskóla Íslands árið 2005 og fjallaði doktorsverkefni Ingu um tannheilsu og lífsstíl íslenskra unglinga. Inga var fyrst kvenna til þess að hljóta prófessorsstöðu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og jafnframt fyrst kvenna til að gegna stöðu forseta við deildarinnar.

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.