Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Gerð efnafræðiáfanga fyrir heilbrigðisvísindi

Aðalhöfundur: Björn Viðar Aðalbjörnsson
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki: Sveinbjörg Halldórsdóttir, Háskóli Íslands

Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að nemendur þurfa oft aðstoð við að aðlagast háskólaumhverfinu og tengjast námsleiðunum sínum í upphafi háskólanáms. Efnafræði hefur oft reynst nemendum í matvæla- og næringarfræði fjötur um fót og sýndi sjálfsmatsskýrsla deildar og viðtöl við nemendur að breytinga var þörf. Markmið verkefnisins var að bæta frammistöðu nemenda við matvæla- og næringarfræðideild í efnafræði á fyrsta ári.

Efniviður og aðferðir: Efnafræðiáfangar fyrsta árs voru byggðir upp frá grunni með áherslu á heilbrigðisvísindi og voru kenndir H2020 og V2021. Efnafræðiáfanginn var því að hluta aðlagaður að undirgrein nemenda í heilbrigðisvísindum og umræða um efnafræði fór inn á heilbrigðisvísindi og undirgreinar þar sem hægt var. Með þessu var leitast var við að auka áhuga matvæla- og næringarfræðinemenda án þess að minnka fræðilegt vægi. Notast var við tölur um brottfall og fall nemenda ásamt viðtölum við nemendur.

Niðurstöður: Nemendur lýsa ánægju yfir nálgun og tengingu við heilbrigðisvísindi og fall í áfanga er minna en fyrri ár.

Ályktanir: Með því að færa kennslu í fagi sem nemendur hafa fundið litla tengingu við inn á svið/deild nemenda nýttist kennslan betur. Nemendur stóðu sig betur en áður og voru ánægðari. Aukinn stuðningur og meiri umræða um heilbrigðisvísindi í tengslum við efnafræði auðveldaði nemendum námið. COVID hafði áhrif á verkefnið þar sem færa þurfti erindin og dæmatímana á netið. Frekari niðurstöður verða kynnar á ráðstefnunni.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.