Málstofustjóri: Hans Tómas Björnsson
10.45-11:00: Samanburður á erfðamengjum íslenskra nýrnaveikibakteríustofna við stofna sem hafa greinst í Norður-Ameríku og Evrópu
11:00-11:15: Príon arfgerðir í íslenskum riðuhjörðum og áhrif þess að fjarlægja hrúta með áhættuarfgerð úr sæðingarstöðvum.
11:15-11:30: Uppgötvun frumuferla sem miðla kæliviðbragði í spendýrafrumum
11:30-11:45: Svipgerðir sem tengjast arfgerð (HFE-C282Y arfhreinir) arfgengs járnhleðslukvilla af gerð 1
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Príon arfgerðir í íslenskum riðuhjörðum og áhrif þess að fjarlægja hrúta með áhættuarfgerð úr sæðingarstöðvum
Eva Hauksdóttir.
Smitnæmi riðusmitefnisins PrPSc verður fyrir áhrifum af arfgerðum Prnp, en þær sýna mismunandi næmni gagnvart hefðbundinni riðu. Þessi rannsókn lagði mat á þau áhrif sem fjarlæging hrúta með VRQ genasamsætu úr sæðingarstöðvum hafði á dreifingu Prnp arfgerða í hjörðum þar sem hefðbundin riða greindist.
Samanburður á erfðamengjum íslenskra nýrnaveikibakteríustofna við stofna sem hafa greinst í Norður-Ameríku og Evrópu
Aðalhöfundur: Birkir Þór Bragason. Lýsing á erindinu: Erindið fjallar um heilraðgreiningu á erfðamengi bakteríunnar Renibacterium salmoninarum, sem sýkir laxfiska, og samanburð íslenskra stofna við erlenda stofna.
Svipgerðir sem tengjast arfgerð (HFE-C282Y arfhreinir) arfgengs járnhleðslukvilla af gerð 1
Inga Stefanía Geirsdóttir. Arfgengur járnhleðslukvilli er algengasti þekkti víkjandi erfðasjúkdómurinn í fólki af norður evrópskum uppruna, oftast vegna stökkbreytingar C282Y í HFE geni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl arfhreinna C282Y við hinar ýmsu svipgerðir í aðgengilegum erfðagagnasöfnum.
Uppgötvun frumuferla sem miðla kæliviðbragði í spendýrafrumum
Aðalhöfundur: Salvör Rafnsdóttir
Framkvæmd var framsýn stökkbreytiskimun á frumum sem innihéldu klögugen. Klögugenin sýna í rauntíma umritun genanna en þessi gen eru þekkt fyrir að umritun þeirra eykst við kælingu. Það leiddi í ljós að 4 af 20 genum í frumum með mesta breytingu á flúrljómun eru tengd RAS/MAPK frumuferlinum.