Aðalhöfundur: Zuzanna Marciniak
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands
Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Jóhanna Ósk Maríudóttir Nielsen, Háskóli Íslands. Dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, Háskóli Íslands.
Inngangur: Tvær aðferðir sem hafa verið notaðar til lestrarkennslu eru stýrð kennsla og fimiþjálfun, en það eru raunprófaðar aðferðir sem hafa sýnt og sannað hversu vel þær virka til lestrarkennslu. Stýrð kennsla var þróuð af Siegfried Engelmann og hefur verið ítrekað rannsökuð og sýnt fram á árangur. Fimiþjálfun var þróað af Ogden R. Lindsley, en aðferðin byggir á því að nemandi öðlist meiri fimi, í formi nákvæmis og hraða, meira öryggis og áreynslulausari svörun. Markmið eftirfarandi rannsóknar voru tvö, í fyrstu var reynt að finna hvar erfiðleikar í lestri þátttakanda voru og síðar meir var athugað áhrif stýrðar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni hans.
Aðferð: Þátttakandi var 11 ára stúlka sem hafði aldrei áður tekið þátt í svipaðri rannsókn. Rannsókn stóð yfir í sjö vikur og var notast við A-B-A tilraunasnið. Grunnskeiðsmælingar hófust á því að meta hvar vandi þátttakanda lág og voru eftirfylgdarmælingar teknar í beinu framhaldi af grunnskeiðsmælingum. Rannsakendur lögðu fyrir þáttakanda mismunandi verkefni til að meta hvar vandin hans lág.
Niðurstöður: Rannsakendur tóku eftir erfiðleikum í framburði og í lesfimi þátttakanda og náði þátttakandi ekki viðmiðum lesfimis fyrir sinn aldurshóp. Eftir inngrip rannsakenda í formi stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar sýndu niðurstöður fram á jákvæð áhrif á bæði framburð og lesfimi þátttakanda. Niðurstöður úr rannsókn eru því í samræmi við aðrar rannsóknir þar sem að notkun stýrðra kennslu og fimiþjálfunar sýna fram á góðan árangur.
Ályktanir: Útfrá niðurstöðum rannsóknar getum við ályktað að inngrip hafi haft jákvæð áhrif á lestrargetu, lesfimi og framburð þátttakanda.