Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Orkuþörf og næringarástand gjörgæslusjúklinga, einstaklingsmiðuð nálgun

Bjarki Þór Jónasson

Inngangur: Hlutverk næringar í meðferð bráðveikra hefur verið sýnd hafa veruleg áhrif á horfur. Alvarleg veikind leiða til aukins efnaskiptaálags sem einkennist af aukinni orkunotkun og niðurbroti. Óbeinar efnaskiptamælingar eru taldar hinn gullni staðall fyrir mælingar á orkuþörf bráðveikra. Algengt er að sjúklingar séu vannærðir við innlögn á gjörgæslu og getur það haft töluverð áhrif á horfur. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa framvindu mældrar orkunotkunar samanborið við algengar áætlunarjöfnur, auk þess að kanna næringarástand bráðveikra sjúklinga.
Aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum í öndunarvélarmeðferð á gjörgæsludeildum Landspítala. Orkunotkun var mæld með óbeinni efnaskiptamælingu, Wilcoxon signed-rank próf var notað ásamt meðal heildarprósentuskekkja til að bera saman mælda orkuþörf við áætlaða með Harris-Benidict jöfnu og 25kkal/kg/dag. Líkamssamsetning var mæld með leiðnimælingu og GLIM viðmið notuð fyrir greiningu á vannæringu.
Niðurstöður: Hjá 16 sjúklingum voru gerðar 54 óbeinar efnaskiptamælingar. Marktækur munur var á mældri orkuþörf samanborið við áætlaða með Harris-Benedikt jöfnu (P<0,001) og 25kkal/kg/dag (P=0,02). Meðal heildarprósentuskekkja fyrir Harris-Benedikt jöfnu var 26,1% og 28,0% fyrir 25kkal/kg/dag. Töluverður einstaklingsbreytileiki sást í þróun orkuþarfar og engin tilhneiging fannst á orkuþörf m.t.t kynja eða BMI stuðuls. Helmingur sjúklinga var greindur vannærður samkvæmt GLIM og þrír sjúklingar greindust alvarlega vannærðir. Ályktun: Örar og ófyrirsjáanlegar breytingar voru á orkuþörf og staðlaðar jöfnur gátu ekki gert grein fyrir þessum breytingum. Frekari rannsókna er þörf til að kanna þróun orkuþarfar hjá tilteknum sjúklingahópum og hvaða áhrif reglubundin notkun óbeinnar efnaskiptamælingar hefur á horfur bráðveikra sjúklinga. Niðurstöður um tíðni vannæringar við innlögn er í samræmi við aðrar rannsóknir.  

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.