Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Meðganga og fæðing í kjölfar andvanafæðingar

Dagbjört Lilja Svavarsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, Heiðdís Valgeirsdóttir and Jóhanna Gunnarsdóttir

Inngangur og markmið: Andvanafæðing er fæðing barns sem dó fyrir eða í fæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hve stór hluti kvenna sem fæddu andvana barn á 20 ára tímabili gengu aftur með barn og tímalengdina á milli fæðinganna. Jafnframt var skoðuð útkoma næstu meðgöngu og fæðingar.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, konur sem fæddu andvana börn 1997-2016 voru í rannsóknarþýðinu og kannað hvort þær höfðu aftur fætt barn fram til ársins 2021. Gögn voru fengin frá Fæðingaskrá.
Niðurstöður: Um 70% kvenna fæddu lifandi barn eftir andvanafæðingu og að meðaltali liðu 2,2 ár á milli fæðinganna. Aldur mæðra við andvanafæðinguna hafði marktæk áhrif á hvort og hvenær þær eignuðust annað barn en ekki sambúðarstaða eða bæri. Meðaltal forskoðana næst var 13,1 og um þriðjungur kvennanna höfðu einhverja sjúkdómsgreiningu. Næsta fæðing var framkölluð hjá 55,9% mæðra og hlutfall fyrirburafæðinga var 19,0%. Alls fæddu 28,4% með keisaraskurði; 12,9% með valkeisaraskurði og 15,2% með bráðakeisaraskurði. Meðalfæðingarþyngd nýburanna var 3.259 g og hjá 96,8% var 5 mínútna Apgar  7. Alls greindust 2,4% með vot lungu og 0,9% með asphyxiu.
Umræður: Hærra hlutfall kvenna fæddu barn í kjölfar andvanafæðingar en í erlendum rannsóknum en tímalengdin milli fæðinganna var svipuð. Sjúkdómsgreiningar voru algengari en í almennu þýði og meðtaltal forskoðana fleiri. Tíðni fyrirburafæðinga, framkallana og keisaraskurða var marktækt hærri en hjá öðrum fjölbyrjum, en ekki tíðni áhaldafæðinga. Meðalþyngd nýburanna var lægri en almennt á Íslandi og marktækt fleiri með Apgar stig

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.