Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Hversu tilbúin er læknisfræðin í að auka notun hermikennslu?

Elsa Valsdottir, Asta Bryndis Schram and Peter Dieckmann

Inngangur: Undanfarin misseri hefur verið mikill þrýstingur á að fjölga læknanemum við HÍ. Flöskuhálsinn hefur verið aðgengi að verknámi, sérstaklega á Landspítala. Aukning hermikennslu er ein möguleg leið til að leysa það vandamál. Í allri breytingastjórnun er mikilvægt að stofnunin, sem verið er að breyta, sé tilbúin í breytingarnar. Því var í þessari rannsókn lagt upp með spurninguna: Hversu tilbúin er læknisfræðin í aukna notun hermikennslu?
Aðferð: Rafræn könnun var send til alls starfsfólks í læknisfræði á haustmisseri 2023. Einnig voru tekin viðtöl í rýnihópum við hagsmunaaðila innan Landspítala.
Niðurstöður: 60 einstaklingar tóku þátt í könnun (svarhlutfall XX%). Meirihlutinn (90%) voru sammála eða mjög mjög sammála því að það væri þörf á aukinni notkun hermikennslu. Flestir svarenda töldu vilja vera til staðar innan námsleiðar og mögulegt að takast á við þær áskoranir sem framundan væru. Í rýnihópum með fimm hagsmunaaðilum kom fram jákvæðni í garð hermikennslu en talið var að skortur á innviðum og hermihandleiðurum væri mikil áskorun.
Ályktun: Meirihluti þátttakenda telur þörf á aukinni notkun hermikennslu. Starfsfólk læknisfræðinnar er bjartsýnt á að deildin sé tilbúin í slíkar breytingar. Þó hagsmunaaðilar innan Landspítala telji að slíkar breytingar séu mögulegar þá telja þeir að lengra sé í land. Mikilvægt er að þessar tvær stofnanir vinni saman ef aukin notkun hermikennslu á að verða að veruleika.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.