Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Genatjáning í brjóstastofnfrumulínum í tví- og þrívíðri ræktun

Höfundar:
Anton Bender, Sævar Ingþórsson, Snævar Sigurðsson

Inngangur
Brjóstkirtillinn er gerður úr þekjuvefsfrumum sem mynda greinótt kirtilgöng sem enda í kirtilberjum. Þekjuvefurinn skiptist upp í tvær megin frumutegundir þ.e.a.s. innra lag af kirtilþekjufrumum og ytra lag af vöðvaþekjufrumum. D492 brjóstastofnfrumulínan var einangruð úr kirtilþekjufrumum og myndar bæði kirtilþekjufrumur og vöðvaaþekjufrumur í frumurækt. Þegar frumurnar eru ræktaðar í þrívíðri rækt mynda þær byggingar sem líkjast greinóttu kirtilgöngum og kirtilberjum í brjóstkirtlinum. Brjóstastofnfrumulínanna D492M fékkst með því að samrækta D492 í þrívíðri rækt með æðaþelsfrumum þar sem D492 frumurnar fóru í gegnum bandvefsumbreytingu þekjuvefs.
Efniviður og aðferðir
Frumulínunnar D492 og D492M voru ræktaðar í tvívíðri og þrívíðri rækt að mismunandi tímapunktunum og síðan RNA raðgreindar. Markmiðið var rannsaka hvaða líffræðilegir ferlar eiga sér stað í þroska D492 frumanna ásamt því að sjá muninn á genatjáningu og hvaða ferlar skiljast að hjá D492 og D492M.
Niðurstöður
Samanburður var gerður með Gene Set Enrichment Analysis (GSEA) á D492 og D492M úr þrívíðri rækt sem bæði höfðu verið ræktuð í 14 daga. Þar sést að D492M höfðu til dæmis marktæka aukningu á genum sem tengdust Epithelial mesenchymal transition (t.d. VIM og COL4A1). Nokkur gen úr hverjum flokki verða skoðuð frekar m.a. með því að bæla marktæk gen með siRNA og skoða áhrif á svipgerðina.
Ályktanir
Frumulínur haga sér á ólíkan hátt eftir því hvernig ræktunarskilyrðin eru og eru þrívíðar ræktanir mikilvægar til að frumurnar geti myndað náttúruleg formgerð. Mæling á genatjáningu á mismunandi tímapunktum gefur til kynna að mikilvægir ferlar virkjast við þrívíðu ræktun eftir því sem þrívíð formgerð frumuræktunarinn mótast.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.