Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Færni og aðstæður daglegs lífs eftir heilaslag. Fimm ára eftirfylgd

Steinunn Olafsdottir and Hermann Gunnarsson

Bakgrunnur: Einstaklingar sem lifa af heilaslag glíma oft við fötlun og færniskerðingar út lífið. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa og bera saman breytingar á færni og aðstæðum daglegs lífs einstaklinga 6-7 árum eftir heilaslag.
Aðferðir: Þessi eftirfylgdarrannsókn byggir á úrtaki íslenskrar rannsóknar sem skoðaði afdrif einstaklinga 1-2 árum eftir heilaslag. Þátttakendur fengu senda könnun um heilsu, færni og aðstæður ásamt staðlaða matstækinu Mælistika á áhrif heilaslag (MÁH).
Niðurstöður: Svarhlutfall var 65% svarhlutfall (56 þátttakendur). Kynjahlutfall var jafnt, flestir þátttakendur voru ≥75 ára (58,9%) og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu (55,6%). Eldri þátttakendur (≥75 ára) hreyfðu sig marktækt minna (p=0,002) og voru í meiri kyrrsetu (p<0,001) miðað við yngri þátttakendur (<75 ára). Marktækt fleiri þátttakendur utan höfuðborgarsvæðisins fengu þjónustu strax eftir útskrift af sjúkrahúsi (p=0,018). Eldri þátttakendur (≥75 ára) voru með marktækt færri heildarstig í nokkrum undirþáttum MÁH miðað við yngri þátttakendur (<75 ára). Þátttakendur sem nota hjálpartæki, þátttakendur sem hafa þurft að leggjast inn eða fengu þjónustu strax eftir útskrift voru með marktækt færri heildarstig í mörgum undirþáttum MÁH. Marktæk breyting var á heildarstigum í tilfinningar (p=0,005) og sameiginlega líkamlega undirþættinum (p=0,050) frá 2018 til 2023. Konur voru með marktækt fleiri heildarstig í tilfinningar árið 2023 miðað við 2018 (p=0,029). Hjá þátttakendum innan höfuðborgarsvæðisins var marktæk breyting á undirþætti tilfinninga (p=0,022) og í sameiginlega líkamlega undirþættinum (p=0,046). Ályktun: Færni og aðstæður einstaklinga 6-7 árum eftir heilaslag á Íslandi eru góðar. Færni hafði þó minnkað á fimm ára tímabili sem m.a. má rekja til aldurstengdra breytinga.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.