Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Einstaklingar sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma: Tengsl bata og lífsgæði við þjónustu og meðferð.

Höfundar:
Margrét Eiríksdóttir

Inngangur: Margir veikjast ungir af alvarlegum geðsjúkdómum (SMI), fá endurtekin veikindaköst eða verða aldrei einkennalausir. Auk sjúkdómsmeðferðar er mikilvægt fyrir bata og lífsgæði SMI sjúklinga að þeir fái uppfylltar margþættar þjónustuþarfir, njóti félagslegs stuðnings og hafi traust samband við meðferðaraðila sína. Eigið mat SMI sjúklinga á uppfyllingu þjónustuþarfa hefur meiri fylgni við bata og lífsgæði en mat meðferðaraðila. Á Íslandi skortir skipulagt mat á sjúkdómsástandi, þjónustuþörfum og meðferðarsambandi, sem leggja má til grundvallar meðferð og þjónustu SMI sjúklings.
Aðferð: Íslendingar með sjúkdómsgreiningu um geðrofssjúkdóm (n=166) tóku þátt í framskyggnri langsniðs panel rannsókn, svöruðu endurtekið sömu mælitækjum á 8- 10 mánaða fresti alls þrisvar sinnum. Mælitæki: Camberwell Assessment of Needs (CAN), Heilsutengd lífsgæði (HL próf), Recovery Assessment Scale – Domains & Stages (RAS-DS), Depression Anxiety Stress Scale (DASS), Mat á þjónustu, meðferð og tengslum við meðferðaraðila.
Niðurstöður: Þeir sem mátu óuppfylltar þjónustuþarfir höfðu einnig lakari lífsgæði en þeir sem fengu viðeigandi þjónustu eða töldu sig ekki þarfnast þjónustu á viðkomandi þarfasviði. Algengustu óuppfylltu þarfir þátttakenda voru á sviði andlegrar vanlíðanar (35%), vegna ófullnægjani félagslegra samskipta (52%) og vegna geðrofseinkenna (18%). Fylgni fannst milli vaxandi bata og aukinna lífsgæða. Einnig milli lífsgæða og ánægju með meðferðartengsl.
Ályktanir: Notkun íslenskrar þýðingar mælitækjanna RAS-DS og CAN var auðveld og skiljanleg fyrir þátttakendur. Klínísk notkun mælitækjanna, beitt sem sjálfsmats kvörðum er líkleg til að leiða af sér markvissari stuðnings og sjúkdóms meðferð fyrir Íslendinga sem takast á við SMI.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.