Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Börn og unglingar með ríkjandi athyglisbrest: Fylgiraskanir, kynjamunur og hugræn færni.

Dagmar Kr. Hannesdóttir

Inngangur:
Ríkjandi athyglisbrestur (ADHD-Inattentive) er algengasta birtingarmynd ADHD í þýði. Þrátt fyrir það eru börn með athyglisbrest oft ógreind og fá síður viðeigandi inngrip. Tilgangur þessar rannsóknar var að skoða fylgiraskanir, kynjamun og mynstur hugrænnar færni hjá börnum með athyglisbrest í stóru klínísku úrtaki og bera saman við börn greind með ADHD blandaða gerð athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD-C).
Efniviður og aðferðir:
Þátttakendur voru 2084 börn (64,7% karlkyns) sem komu í greiningarferli á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar árin 2013-2022. Þátttakendur voru greind með ríkjandi athyglisbrest (n = 626) eða blandaða gerð (ADHD-C) (n = 1458) á aldrinum 5-18 ára. Til að greina ADHD og fylgiraskanir var notast við K-SADS greiningarviðtalið (Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children) og ADIS-C/P (Anxiety Disorders Interview Schedule for Children) til að greina tilfinningaraskanir. Einnig var notast við gögn úr mati á vitsmunaþroska, WISC-IV (Wechsler Intelligence Scale for Children).
Niðurstöður:
Jafn líklegt var fyrir stráka og stelpur að greinast með ADHD-C eða ADHD-I. Börn og unglingar með ADHD-I voru marktækt eldri þegar þeim var vísað í greiningu og líklegri til þess að greinast með kvíðaraskanir og lestrarerfiðleika sem fylgiraskanir. Stelpur með ADHD-I voru með hæsta hlutfall kvíðaraskana, ásamt hærri tíðni af fylgiröskunum almennt. Börn og unglingar með ADHD-I voru með marktækt lægri skor á hugrænu þáttunum Málstarf, Vinnsluhraði og Vinnsluminni á WISC-IV.
Ályktanir:
Þessi rannsókn sýnir að börn með ríkjandi athyglisbrest af öllum kynjum eiga undir högg að sækja að vera vísað seint í greiningarferli þegar vandinn er orðinn alvarlegri og fylgiraskanir orðnar margar.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.