Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Áhrif 6 vikna endurhæfingar á líkamlega færni og líðan hjá einstaklingum með langvinn COVID-19 einkenni

Marta Guðjónsdóttir, Kristinn Birkisson, Hlín Bjarnadóttir, Arna E Karlsdóttir and Karl Kristjánsson

Bakgrunnur
COVID-19 heimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og hefur enn áhrif á samfélagið í dag. Í flestum tilvikum jafna einstaklingar sig að fullu, en í 7-8% tilvika þróast langvinn COVID-19 einkenni.
Markmið
Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif sex vikna þverfaglegrar endurhæfingar á líkamlega færni, verki og þreytu einstaklinga sem glíma við langvinn einkenni af völdum COVID-19 og meta hvernig áhrifin endast í sex mánuði.
Aðferðir
108 einstaklingar (67 konur) með langvinn Covid einkenni á aldrinum 55 ± 13 ára luku mælingum við upphaf og lok endurhæfingar og hluti hópsinsí sex mánaða eftirfylgd. Þátttakendur framkvæmdu 6 mínútna göngupróf (6-MGP), 1 mínútu setjast og standa upp próf (1-MSEST), olnbogapróf og gripstyrktarmælingu, . mátu magn verkja og þreytu á 0-10 stiga kvarða
Niðurstöður
Marktækar breytingar komu fram í öllum árangursmælingum sem sýndu framfarir í líkamlegri færni, verkjum og þreytu. Vegalengd í 6-MGP jókst úr 569 ± 98 í 598 ± 99 m, endurtekningum í 1-MSEST fjölgaði úr 24 ± 8 í 30 ± 10, úr 18 ± 5 í 22 ± 6 í olnbogaprófi og gripstyrkur jókst úr 78 ± 27 í 83 ± 29 pund. Verkjastig lækkuðu úr 6.0 ± 1.9 í 4.1 ± 2.0 og þreytustig úr 7.3 ± 1.6 í 4.8 ± 2.3. Árangur af meðferð viðhélst í sex mánaða eftirfylgd.
Túlkun
Niðurstöðurnar benda til þess að sex vikna endurhæfing bæti líkamlega færni og dragi úr verkjum og þreytu einstaklinga með langvinn COVID einkenni. Eins að hún sé örugg og að árangurinn haldist í sex mánuði eftir endurhæfingu.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.