Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Conference closing - Rewards

Ráðstefnuslit

Helga Jónsdóttir, formaður ráðstefnunefndar stýrir verðlaunaafhendingu og ráðstefnuslitum. 

Fulltrúi Velferðaráðuneytisins veitir peningaverðlaun vegna verkefnis á sviði forvarna eða heilsueflingar. 

Fulltrúi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins veitir peningaverðlaun til efnislegs vísíndamanns. 

Fulltrúi Þorkelssjóðs veitir verðlaun vegna verkefnis á sviði lyfja- og eiturefnafræða í víðustu merkingu, svo sem grunnransóknum eða klínískum rannsóknum sem aukið geta skilning á lyfjaverkun, aukaverkunum, nýjum lyfjamörkum eða lyfjaþróun. 

Fulltrúi Félags íslenskra lífeðlisfræðinga veitir hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar prófessors vegna verkefnis á sviði lífeðlisfræði eða skyldra greina.

Ágrip:

Glerungur tanna er sterkasti vefur líkamans, yfirborð sem endurnýjar sig ekki og getur endurkalkað ef yfirborð þess er ekki rofið. Sjúkdómar sem herja á glerung tanna eru tannáta og glerungseyðing. Orsök tannátu er sykur sem tannsýkla breytir í sýru en glerungseyðing er efnafræðilegt ferli frá súru umhverfi tannarinnar.

Glerungseyðing hefur vaxið meðal ungra einstaklinga á síðustu árum og er orkudrykkjaneysla talin vera ein aðalorsökum þess. Í erindinu verður fjallað um skilgreiningu á sjúkdómnum, faraldsfræði, og mælingar Tannlæknadeildar á orkudrykkjum sem eru á íslenska markaðnum.

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.