Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Neysla ómega-3 fitusýra og fylgni við mælingar á styrk fitusýra í blóðvökva barnshafandi kvenna

Aðalhöfundur: Ellen Alma Tryggvadottir
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Háskóli íslands, Landspítali. Bryndís Eva Birgisdóttir, Háskóli Íslands. Laufey Hrólfsdóttir, Sjúkrahúsið á Akureyri. Rikard Landberg, Chalmers University of Technology. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, Landspítali. Hildur Harðardóttir, Livio Reykjavík. Þórhallur Ingi Halldórsson, Háskóli Íslands.

Inngangur: Ómega-3 fitusýrur líkt og Eicósapentaenoic sýru (EPA) og docosahexaenoic sýra (DHA) eru mikilvægar í fósturþroska. Fyrri rannsóknir benda til að hluti barnshafandi kvenna uppfylli ekki ráðlögð viðmið fyrir ómega-3. Markmið var að meta neyslu barnhafandi kvenna á fæðutegundum og bætiefnum sem innihalda langar ómega-3 fitusýrur og kanna fylgni við styrk fitusýra í blóðvökva.

Efniviður og aðferðir: Fæðuval var kannað hjá 853 barnshafandi konum úr PREWICE II rannsókninni með rafrænum fæðutíðnispurningarlista og blóðsýni fengin til fitusýrumælinga.

Niðurstöður: Konurnar borðuðu magran fisk að jafnaði einu sinni í viku og feitan fisk 0,3 sinnum í viku. Marktæk jákvæð fylgni var á milli styrks ómega-3 í blóðvökva og neyslu kvennanna á mögrum fiski (r=0,21), feitum fiski (r=0,26) og heildarneyslu ómega-3 bætiefna (r=0,38). 18,8% tóku lýsi daglega, 27,5% tók ómega-3 olíu eða hylki daglega og 17,7% tók „Með barni“ daglega. Jákvæð fylgni sást hjá styrk EPA og DHA fitusýra þessara kvenna við lýsisneyslu (r=0,23) og neyslu á ómega-3 olíu eða hylkjum (r=0,20). Engin fylgni sást hjá bætiefninu „Með barni“ við styrk EPA og DHA í blóðvökva (r=0.03).

Ályktanir: Um þriðjungur barnshafandi kvenna notar bætiefni með ómega-3 daglega. Neysla matvæla og bætiefna sem innihalda ómega-3 fitusýrur endurspeglaðist í styrk þeirra í blóðvökva, að undanskildu bætiefninu „Með barni“. Líkleg ástæða er að frásog fitusýrunnar sé ófullnægjandi á því formi sem hún er í bætiefninu (ethyl ester).

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.