Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Endurröðun valaðgerða með tilliti til óvissu í komum forgangssjúklinga

Aðalhöfundur: Ásgeir Örn Sigurpálsson
Vinnustaður eða stofnun: Iðnaðarverkfræði, Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Tómas Philip Rúnarsson, Iðnaðarverkfræði, Háskóli Íslands. Rögnvaldur J. Sæmundsson, Iðnaðarverkfræði, Háskóli Íslands.

Inngangur: Með hækkandi meðalaldri hefur álag á heilbrigðiskerfið aukist til muna á síðustu árum. Til að sporna við því hafa sjúkrastofnanir reynt að auka skilvirkni í þjónustu og nýtingu auðlinda sinna. Skurðstofustarfsemi er þar engin undantekning þ eftirspurn eftir aðgerðum hefur aukist og biðlistar lengst. Því er brýnt að hámarka nýtingu skurðstofa. Óvissa í skurðtímum, legulengd og komum forgangssjúklinga gera verkefnið krefjandi og valda því að valaðgerðum er ekki raðað langt fram í tímann. Markmið rannsóknarinnar er að leggja til röðunarlíkan sem tekur tillit til þessarar óvissu. Kannaðar verða þrjár mismunandi forskriftir til að raða sjúklingum fram í tímann þannig að endurraðanir séu lágmarkaðar vegna koma forgangssjúklinga. 

Aðferð: Við framkvæmd rannsóknarinnar var notað gagnasafn yfir kviðarholsskurðlækningar á Landspítalanum. Beitt var aðferð mynsturröðunar sem samanstendur af hermilíkani, sem býr til lögleg skurðstofumynstur af sjúklingum eftir hagnýtum röðunarreglum, ásamt tveggja fasa röðunarlíkaniÍ fyrsta fasa líkansins er mynstrunum raðað á daga og skurðstofur eftir mismunandi forskriftum. Í öðrum fasa eru komur forgangssjúklinga teknar fyrir þar sem endurröðun er lágmörkuð. 

Niðurstöður: Niðurstöður sýna að hægt sé að raða sjúklingum fram í tímann þannig að upphafsdagsetning þeirra haldist að mestu. Forskrift þar sem fjöldi aðgerða í hverju skurðstofumynstri er takmarkaður leiðir til færri endurraðana and minnkar þörf á fjölda skurðstofa sem and fjölda yfirvinnudaga á skurðstofum. 

Ályktanir: Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að velja hentuga forskrift við röðun valaðgerða fram í tímann. Með því að takmarka fjölda skurðaðgerða í hverju skurðstofumynstri er hægt að lágmarka endurraðanir vegna koma forgangssjúklinga umtalsvert. 

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.