Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Bóluefni gegn sumarexemi í hestum – áskorunartilraun

Aðalhöfundur: Sigríður Jónsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík; Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Anja Ziegler, Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss. Eliane Marti, Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss. Hannah Eggimann, Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss. Ragna Brá Gudnadóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík. Sara Björk Stefánsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík. Vilhjálmur Svansson1, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík.

Inngangur: Sumarexem er IgE-miðlað ofnæmi í hrossum orsakað af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi en tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Þar sem íslensk hross næmast eftir að þau koma á smámýssvæði skapar það kjörið tækifæri til að þróa fyrirbyggjandi meðferð gegn ofnæmi. Aðalofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið skilgreindir og tjáðir sem endurröðuð prótein. Með því að bólusetja hross í eitla með ofnæmisvökum í Th1 stýrandi ónæmisglæði fæst ónæmissvar sem ætti að vera verjandi. Markmið verkefnisins er að prófa fyrirbyggjandi tilraunabóluefni gegn sumarexemi við raunaðstæður.

Efni og aðferðir: Tuttugu og sjö heilbrigð hross voru bólusett þrisvar sinnum með fjögurra vika millibili í eitla með 20 µg af 9 aðalofnæmisvökum í blöndu af Alum og MPLA. Hrossin voru flutt til Sviss að vori. Á Íslandi var tekið blóð á tveggja vika fresti til mótefnamælinga og í Sviss einu sinni í mánuði og hestarnir skoðaðir klínískt á sama tíma. Tilraunin mun standa í þrjú ár.

Niðurstöður: Hestanir þoldu bólusetninguna vel og var aðeins lítilsháttar bólga á stungustað. Blóðmynd var einnig innan eðlilegra marka. Fyrstu mótefnaniðurstöður sýna að hestarnir svara með sterkum ofnæmisvaka-sértækum IgG1, IgG4/7 og IgG5 mótefnum í kjölfar bólusetninganna. Þegar hestarnir eru útsettir fyrir smámýsbiti lækkar IgG1 mótefnsvarið lítillega með tímanum en IgG4/7 og IgG5 standa í stað. Fimm af 27 hestum sýndu mild klínísk einkenni sumarexems eftir fyrsta sumarið og voru komnir með ofnæmisvaka-sértæk IgE mótefni.

Ályktanir: Ekki er hægt að meta árangur bóluefnisins fyrr en hrossin hafa verið þrjú sumur í Sviss.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.