Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Aldursgreiningar fylgdarlausra barna – leggjast þær af?

Aðalhöfundur: Svend Richter.
Vinnustaður eða stofnun: Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki: Sigríður Rósa Víðisdóttir, Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Inngangur: Fæðingar nærri þriðjungi barna undir fimm ára aldri hafa aldrei verið skráðar. Fæstar eru skráningarnar í Afríku sunnan Sahara (44%) og Suður Asíu (39%), þaðan sem flest fylgdarlaus börn leita verndar í Evrópu. Flest þeirra ferðast án ábygglegra persónuskilríkja. Lagalegur munur er á hvort barn eða fullorðinn sækir um alþjóðlega vernd. Því er yfirvöldum mikilvægt að greina á milli barna eða fullorðinna. Háskóli Íslands hefur úthýst aldursgreiningum.

Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru aðferðir við aldursgreiningar í Evrópu.

Niðurstöður: Öll fyrrum lönd Evrópusambandsins, nema tvö, nota réttarlæknisfræðilega aldursgreiningu ef ekki liggja fyrir ábyggileg skilríki. Í Bretlandi og Slóveníu er aldursgreining byggð á viðtölum án læknisfræðilegrar greiningar. Langflest lönd Evrópu greina aldur af tann- og beinþroska. Öll Norðurlöndin nota þroska tanna og beina. Þau lönd sem nota þroska beina nota öll hönd og úlnlið, nema Svíþjóð sem notar hné til mælinga. Í Danmörku er kynþroski einnig metinn. Nokkur ágreiningur hefur verið um aldursgreiningar í Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Nokkrar sérfræðigreinar hafa verið kallaðar til að bæta greiningarferlið í Noregi og Svíþjóð: tannlæknisfræði, læknisfræði, geislafræði og tölfræði. Þeir sem helst hafa haft sig frammi hvernig best sé staðið að aldursgreiningu hér á landi koma frá alls óskyldum sérfræðigreinum.

Ályktun: Eftir úthýsingu aldursgreininga í H.Í. stefnir í að Ísland eitt Norðurlanda og næstum allra landa Evrópu geti ekki tryggt börnum ábyggilega aldursgreiningu og komið í veg fyrir að fullorðnir taki sér þann rétt. Aldursgreining af tönnum og beinum er nákvæmust greininga. Hér sem annars staðar eru langflestir aldursgreindir fullorðnir, sem vera börn.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.