HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Andleg líðan

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Urður Njarðvík

09:15-09:30: Streita meðal háskólastúdenta og helstu bjargráð
09:30-09:45: Rannsókn á eiginleikum summuskors PHQ-9: Mokken greining
09:45-10:00: Réttmæti summuskors á GAD-7: Mokken greining
10:00-10:15: Lækkandi sjálfsvígstíðni á Norðurlöndum, en…..
10:15-10:30: Notkun félagsmiðla og vellíðan unglinga í skólum í Bissá, Gíneu-Bissá

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Lækkandi sjálfsvígstíðni á Norðurlöndum, en…..

Aðalhöfundur: Högni Óskarsson. Vinnustaður eða stofnun: Humus ehf. Meðhöfundur, stofnun eða fyrirtæki: Helgi Tómasson. Hagfræðideild Háskóla Íslands. Inngangur: Tíðni sjálfsvíga á Norðurlöndum 15 ára+ lækkaði marktækt á árabilinu 1980 til 2009. Þessi rannsókn er framhald þeirrar fyrri, með áherslu á þróun í aldurshópum og milli áratuga. Aðferðir: Tölur um sjálfsvíg mannfjölda voru fengnar frá hagstofum. …

LESA ÁGRIP

Notkun félagsmiðla og vellíðan unglinga í skólum í Bissá, Gíneu-Bissá

Geir Gunnlaugsson. Aðgengi að tölvum og notkun félagsmiðla er misjafnlega skipt í heiminum. Í Gíneu-Bissá hafa margir unglingar í skólum litla reynslu af notkun rafrænna miðla og mikilvægt að bæta aðgengi þeirra svo yfirlýsing Heimsmarkmiðanna um að „skilja engan eftir“ gangi eftir fyrir árið 2030.

LESA ÁGRIP

Rannsókn á eiginleikum summuskors PHQ-9: Mokken greining

Aðalhöfundur: Kristín Hulda Kristófersdóttir. Stig sem fást með atriðum PHQ-9 eru lögð saman í summuskor sem eru svo notuð til þess að raða og/eða álykta um þunglyndi bæði einstaklinga og hópa. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með Mokken greiningu hvort eiginleikar summuskors PHQ-9 heimili slíka notkun.

LESA ÁGRIP

Réttmæti summuskors á GAD-7: Mokken greining

Aðalhöfundur: Sigurbjörg Björnsdóttir.

Summuskor á GAD-7 er notað til þess að meta og skima fyrir almennri kvíðaröskun hjá einstaklingum. Réttmæti summuskorsins til þessarar notkunar var kannað með Mokken-greiningu. Niðurstöður eru kynntar og ályktanir dregnar.

LESA ÁGRIP

Streita meðal háskólastúdenta og helstu bjargráð

Aðalhöfundur er Jóhanna Bernharðsdóttir, sem mun kynna niðurstöður þversniðsrannsóknar sem fram fór árið 2018 á streitu meðal íslenskra háskólastúdenta. Fjallað verður um streitu í samanburði við erlenda stúdenta og almenning. Einnig verða helstu bjargráð stúdenta vegna streitu kynnt og rædd.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.