Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Algengi líkamsskynjunarröskunar á Íslandi

Aðalhöfundur: Hrefna Harðardóttir
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Arna Hauksdóttir, Háskóli Íslands. Andri Steinþór Björnsson, Háskóli Íslands. Heiðrún Hlöðversdóttir, Háskóli Íslands. Unnur Anna Valdimarsdóttir, Háskóli Íslands.

Inngangur: Líkamsskynjunarröskun (LSR; e. body dysmorphic disorder) er geðröskun sem einkennist af þráhyggju um útlitsgalla sem er ekki til staðar. Þessum hugsunum fylgir mikil vanlíðan og skerðing á virkni.

Efniviður og aðferðir: Megintilgangur rannsóknarinnar var að (a) meta algengi LSR í almennu úrtaki á Íslandi og (b) bera saman bakgrunn og klínísk einkenni þeirra sem skimast með LSR við þá sem skimast með almenna kvíðaröskun (AKR) og þátttakendur sem ekki skimast með einkenni þessara geðraskana (samanburðarhópur). Þátttakendur voru 854.

Niðurstöður: Alls skimuðust 34 (4%) þátttakendur með LSR (88% konur) og 50 (6%) með AKR (64% konur). Þátttakendur sem skimuðust með LSR voru líklegri til að vera einhleypir, atvinnulausir og í veikindaleyfi eða öryrkjar en þátttakendur án LSR eða AKR. Þeir sem skimuðust með LSR sýndu jafnframt fleiri einkenni þunglyndis og streitu en einstaklingar í samanburðarhópi og voru líklegri til að hafa sjálfsvígshugsanir og að hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Að jafnaði var ekki munur á hópunum sem skimuðust með LSR og AKR en þó var hærra hlutfall einstaklinga, sem skimuðust með LSR, sem hafði gert sjálfsvígstilraun.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að LSR sé algeng geðröskun í almennu þýði sem hafi margvísleg neikvæð áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að auka þekkingu meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks á LSR, helstu einkennum hennar og viðeigandi meðferð við röskuninni.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.