Málstofustjóri: Alfons Ramel
09:15-09:30: Listir og menning sem hugarefling við alzheimerssjúkdómnum
09:30-09:45: Sannreyning hrumleikakvarða sem byggir á sjúkdómsgreiningum í þýði aðgerðarsjúklinga 65 ára og eldri
09:45-10:00: Eldra fólkið í heimsfaraldri: Komur 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala 2020 og 2019.
10:00-10:15: Líkamleg færni eldri Norðlendinga og hreyfing á lífsleiðinni: Hefur búseta í dreifbýli eða þéttbýli áhrif?
10:15-10:30: Göngujafnvægisprófið Modified Dynamic Gait Index (mDGI): Áreiðanleiki og hugsmíðaréttmæti meðal eldri einstaklinga með vægar jafnvægisskerðingar
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Eldra fólkið í heimsfaraldri: Komur 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala 2020 og 2019
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir dósent og forstöðumaður Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum fjallar um rannsókn á komum eldra fólks á bráðamóttöku Landspítala 2019 og 2020 sem sýndi að komum fækkaði en innlagnarhlutfall á sjúkrahús í kjölfarið hækkaði, lífstílsbreytingar og notkun annarra úrræða gætu skýrt niðurstöðurnar.
Göngujafnvægisprófið Modified Dynamic Gait Index (mDGI): Áreiðanleiki og hugsmíðaréttmæti meðal eldri einstaklinga með vægar jafnvægisskerðingar
Aðalhöfundur: Sólveig Ása Árnadóttir. Í erindinu verður sagt frá göngujafnvægisprófinu Modified Dynamic Gait Index (mDGI) var nýlega þýtt yfir á íslensku. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á prófræðilegum eiginleikum þýðingarinnar og vöngum velt yfir hagnýtu gildi prófsins fyrir öldrunarsjúkraþjálfun og -þjónustu
Líkamleg færni eldri Norðlendinga og hreyfing á lífsleiðinni: Hefur búseta í dreifbýli eða þéttbýli áhrif?
Aðalhöfundur: Sólveig Ása Árnadóttir. Erindið fjallar um niðurstöður rannsóknar á líkamlegri færni og „hreyfisögu“ eldri Norðlendinga sem bjuggu í dreifbýli eða þéttbýli á árunum 2017-2018. Áhersla verður lögð á samanburð eftir búsetu þátttakenda í dreifbýli eða þéttbýli.
Listir og menning sem hugarefling við alzheimerssjúkdómnum
Aðalhöfundur: Halldóra Arnardóttir. Listir og menning sem hugarefling við alzheimersjúkdómnum. Söfn, heilbrigðisstofnanir og dagþjálfanir vinna saman við að auka lífsgæði fólks með alzheimersjúkdóminn og draga úr geðrænum einkennum sem oft vilja fylgja honum, eins og kvíði, sinnuleysi og depurð.
Sannreyning hrumleikakvarða sem byggir á sjúkdómsgreiningum í þýði aðgerðarsjúklinga 65 ára og eldri
Aðalhöfundur: Martin Ingi Sigurðsson. Verkefnið lýsir tengslum milli aukinnar hættu á hrumleika miðað við hrumleikakvarða sem byggir á samsetningu sjúkdómsgreininga og líkum á skamm-og langtíma fylgikvillum skurðaðgerða hjá íslendingum 65 ára og eldri.