Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Hermikennsla og rýnt upptöku tilfellis í viðrun

Þorsteinn Jónsson and Ásdís Guðmundsdóttir

Inngangur
Hermikennsla er gagnreynd kennsluaðferð. Í viðrunarhluta fer eiginlegt nám fram, þar rýna og greina þátttakendur aðstæður og athafnir. Að rýna í upptöku af hermitilfelli er þekkt aðferð en ekki er komin mikil reynsla á þessa nálgun á Íslandi. Megin tilgangur var að kanna ávinning af hermikennslu, þar sem stuðst er við upptöku í viðrun.

Aðferð
Stuðst er við upptöku í viðrun á námskeiði fyrir lækna í sérnámsgrunni. Námsefnið, upprifjun í endurlífgun og meðferð á öndunarvegi er sett í hermisamhengi, þar sem þátttakendur meðhöndla bráðveikan sjúkling sem fer í hjartastopp. Í lok námskeiðsins svara þátttakendur spurningum um ávinning og reynslu af námskeiðinu.

Niðurstöður
Alls hafa 52 sérnámsgrunnslæknar tekið þátt í námsmati á sjö námskeiðum á rannsóknartímabilinu 2020-2023, og hafa þátttakendur gefið námskeiðinu meðaleinkunn 9,39; sd 0,69 á kvarðanum 1-10.
Þegar spurt var hvort þátttakendur hefðu lært af kennslunni sem nýtt er í klínísku starfi, er meðaltalið 4,81, á fimm stiga Likert kvarða. Meðaltalið er 4,87 þegar spurt var hvort kennslan væri gagnlegur undirbúningur fyrir raunveruleg viðfangsefni. Þá er meðaltalið 4,74 þegar spurt var hvort klínísk færni hafi aukist með kennslunni. Þegar spurt var hvort faglegt sjálfstraust gagnvart klínískum viðfangsefnum hafi aukist með kennslunni er meðaltalið 4,47.

Ályktun
Mikil ánægja er með hermikennslu þar sem stuðst er við upptöku í viðrun. Telja má að ávinningur af hermikennslunni sé mikill, þar sem lærdómur eru mikill og þátttakendur eru undirbúnir fyrir raunveruleg viðfangsefni, ásamt því að klínísk færni og faglegt sjálfstraust eykst.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.