Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Lyfjatengt óráð í aðgerðafasa hjá sjúklingum með eða án heilabilunar: Kerfisbundin yfirferð

Guðrún Lóa Sverrisdóttir, Rakel Rán Ákadóttir, Freyja Jónsdóttir and Anita Elaine Weidmann

Inngangur: Meðalaldur fólks fer vaxandi í heiminum sem setur verulegt álag á heilbrigðiskerfið. Aukning á eldra fólki helst saman við aukningu á sjúklingum með fylgisjúkdóma. Þessir einstaklingar þurfa oft að fara í skurðaðgerð sem getur aukið dánartíðni, skert lífsgæði og aukið hættu á að þróa með sér óráð.
Markmið: Markmið þessara rannsókna var að yfirfara núgildandi leiðbeiningar og birtar rannsóknir, og setja fram með gagnrýnum hætti birt sönnunargögn um lyf sem notuð eru í aðgerðarfasa og geta framkallað óráð með sérstaka áherslu á sjúklinga með heilabilun.
Aðferðir: Aðferðafræði fyrir þessa kerfisbundnu samantekt byggðist á leiðbeiningum Joanna-Briggs og var sett fram samkvæmt PRISMA-staðhæfingu. Aðferðarlýsing um kerfisbundna samantekt var skráð hjá PROSPERO [CRD42023442708] og [CRD42023442726]. Kerfisbundin leit var framkvæmd í alls 16 gagnagrunnum og 113 vefsíðum læknastofnanna með fyrirfram ákveðnum inntöku- og útilokunarskilyrðum.
Niðurstöður: Alls voru 2385 titlar af rannsóknum og 228 af klínískum leiðbeiningum auðkenndar og eftir skimun uppfylltu 120 rannsóknir og 27 klínískar leiðbeiningar leitarforsendur og voru teknar með í kerfisbundnu lokasamantektinni. Lyfjaflokkarnir sem oftast voru nefndir í því samhengi að auka hættu á óráði í aðgerðarfasa í þessari rannsókn voru benzódíazepín, ópíóíðar og andkólínvirk lyf. Nokkrar milliverkanir lyfja eða samsettar lyfjameðferðir voru einnig auðkenndar sem auka hættuna á óráði.
Ályktun: Niðurstöðurnar undirstrika brýna þörf fyrir ítarlegri leiðbeiningum og fleiri klínískra rannsókna til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að minnka líkur á óráði hjá sjúklingum í aðgerðarfasa. Núverandi vöntun í þekkingu okkar varðandi örugga og árangursríka valkosti fyrir bæði heilabilunarsjúklinga og sjúklinga sem eru ekki með heilabilun krefjast frekari rannsókna.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.