Skil ágripa

19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Höfundar eru vinsamlega beðnir að fylgja eftirfarandi reglum við skil á ágripum.

Skilafrestur

Frestur til að skila ágripum var til kl. 23:59 þann 1. október 2018.

Tungumál

Leyfilegt er að skila ágripi á íslensku eða ensku. Ef valið er að skila ágripi á ensku þarf einnig að kynna erindi/veggspjald á ensku. Mikilvægt er að halda sig við eitt tungumál í texta ágrips. Ef titill og meginmál er á ensku þurfa náms- eða vinnustaðir einnig að vera á ensku. Sama gildir um íslensku. Lagt er upp úr vönduðu málfari og mikilvægt að ítarlegur prófarkalestur fari fram áður en ágrip eru send inn.

Lengd

Titill ágrips má að hámarki vera 15 orð. Ágripið sjálft má að hámarki vera 250 orð.

Uppbygging

Ágripinu skal skipta í eftirfarandi fjóra kafla. Ath. ágripunum mega hvorki fylgja töflur né myndir.

  1. Inngangur (Introduction)
  2. Efniviður og aðferðir (Methods)
  3. Niðurstöður (Results)
  4. Ályktanir (Conclusions)

Ritun sérnafna

Vinsamlega ritið einungis upphafsstaf millinafna. Dæmi: Jón R. Jónsson.

Vinsamlega getið rannsóknastofu og/eða deildar þegar við á. Dæmi:

1Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Læknadeild, Háskóla Íslands.

2Hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala.

3Lyfjafræðideild, Háskóla Íslands.

Efnisorð

Þegar ágripin eru skráð þarf höfundur að velja þrjú efnisorð af lista sem falla best að innihaldi ágripsins. Efnisorðin verða notuð til þess að auðvelda röðun og yfirlestur ágripa.

Kynning ágripa

Við skil ágripa gefst höfundum kostur á að merkja við hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald á ráðstefnunni. Ekki verður þó hægt að verða við óskum allra. Ráðstefnunefndin áskilur sér rétt til þess að ákveða endanlega hvort ágrip verði kynnt sem erindi eða veggspjald.

Ef sami höfundur sendir inn fleiri en eitt ágrip er hvatt til þess að doktorsnemar og aðrir meðhöfundar komi einnig að flutningi erinda og kynningu veggspjalda.

Birting ágripa

Samþykkt ágrip verða birt í fylgiriti Læknablaðsins sem dreift verður á ráðstefnunni. Ágrip og dagskrá verða jafnframt aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðisvísindasviðs.

Mat á ágripum

Mat og yfirlestur ágripa er í höndum ráðstefnunefndar Heilbrigðisvísindasviðs. Nefndin áskilur sér rétt til þess að hafna ágripum ef kröfum um vísindalegt innihald er ekki mætt eða ef ofangreindum reglum um skil ágripa er ekki fylgt. Höfundum mun berast svar um þátttöku 5. nóvember 2018.

Mótttaka og umsýsla ágripa

Ingibjörg Hjálmfríðardóttir hjá ráðstefnuskrifstofunni CP Reykjavík sér um móttöku og umsýslu ágripa.
Netfang: imma@cpreykjavik.is
Sími: 510-3912 / 897-5559