Aðstaða

19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Aðstaða
Ráðstefnan fer fram á 1. hæð á Háskólatorgi við Sæmundargötu. Skoða á korti.
Erindi fara fram í kennslustofum og veggspjaldakynningar verða í opna rýminu fyrir framan salina á 1. hæð.
Í fyrirlestrarsölunum eru tölvur, skjávarpar og hljóðnemar.

Veitingar
Boðið verður upp á léttar veitingar á ráðstefnunni en þátttakendur geta einnig keypt sér hressingu í Hámu á 2. hæð á Háskólatorgi.

Bílastæði
Best er að leggja bílum í gjaldfrjálsu stæðin á malarplaninu austan við Sæmundargötu. Athugið að greiða þarf fyrir bílastæði í skeifunni við Aðalbyggingu HÍ.