19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

3. og 4. janúar 2019 á Háskólatorgi

SKIL ÁGRIPA

Skilafrestur ágripa var 1. október 2018. Nú er verið að lesa yfir innsend ágrip og höfundar fá svör um þátttöku 1. nóvember.

SKRÁNING

Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis en allir verða að skrá sig. Höfundar og meðhöfundar sem senda inn ágrip og ætla að taka þátt verða einnig að skrá sig.

FYRIR HVERJA

Alla sem hafa áhuga á líf- og heilbrigðisvísindum eru velkomnir. Bæði innan HÍ og utan. Málstofur verða bæði á íslensku og ensku.

Um ráðstefnuna

Stærst í líf- og heilbrigðisvísindum

Ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs fer fram í ársbyrjun annað hvert ár. Þar hittast tæplega 1000 þátttakendur og kynna sér það sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi hverju sinni. Það er ókeypis á ráðstefnuna og hún er opin öllum innan HÍ og utan.

NÁNAR
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ

300 rannsóknir, erindi, veggspjöld, spennandi gestafyrirlestrar og opnir fyrirlestrar fyrir almenning

Á dagskrá eru kynningar á öllu því nýjasta í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi. Fjallað verður um spennandi rannsóknir af mörgum fræðasviðum, til dæmis meðgöngu og fæðingu, andlega heilsu, íþróttir, næringu, tannheilsu, lyfjafræði, lífvirkni, heilbrigðisþjónustu, sameindalíffræði, ónæmisfræði, erfðafræði og endurhæfingu.

RÁÐSTEFNURIT 2017

Vertu með! Skráning á ráðstefnuna er hafin

Hafa samband

Skrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs sér um framkvæmd ráðstefnunnar ásamt ráðstefnunefnd. Ráðstefnan fer fram á Háskólatorgi við Sæmundargötu.

Netfang:
Sími:

525-5424

Við erum á:
Vantar þig hjálp við skil ágripa?
Mótttaka og umsýsla ágripa er í höndum Ingibjargar Hjálmfríðardóttur hjá ráðstefnuskrifstofunni CP Reykjavík.